Ford atvinnubílar sigursælir á Parkers New Car Awards 2021

Niðurstöðurnar liggja fyrir vegna árlegra verðlauna Parkers New Car Awards 2021 og atvinnubílar Ford hlutu fyrstu verðlaun fyrir Sendibíl ársins,  Besta millistóra sendibílinn og Besta pallbíllinn! Frábær viðkenning á gæðum atvinnubíla Ford!

Kynntu þér verðlaunahafana í Vefsýningarsal nýrra bíla hjá Brimborg!

Brimborg býður nú Ford bíla með víðtækri 5 ára ábyrgð. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg.

Sendibíll ársins er Ford Transit Custom

Sendibíll ársins er hinn margverðlaunaði Ford Transit Custom. Hann var einnig kosinn Besti millistóri sendibíllinn. Þetta kemur ekki á óvart því Ford Transit Custom er mest seldi sendibíll í Evrópu. Staðalbúnaðurinn er sérlega ríkulegur í Transit Custom en síðan er hægt að velja undirgerðir sem eru enn betur búnir fyrir tiltölulega lítinn viðbótarkostnað, þetta eru Edition og Trend útfærslurnar. Nýr Custom er fáanlegur bæði beinskiptur og sjálfskiptur og í tveimur lengdum. Hleðslurýmið er enn stærra en það lítur út fyrir að vera að utan. Hægt er að flytja allt að 3 Euro pallettur og hólf undir framsæti (aðgengilegt bæði frá farþega- og flutningsrými) veitir 93 lítra viðbótarrými og veitir m.a. möguleikann á að flytja 3,45 metra langa hluti (t.d. rör). 

KYNNTU ÞÉR FORD TRANSIT CUSTOM

2021 Parkers van of the year winner - Ford Transit Custom

Ford Transit Custom

 

Pallbíll ársins er Ford Ranger

Nýr fjórhjóladrifinn Ford Ranger er pallbíll ársins 2020 og mest seldi pallbíll Evrópu. Ford Ranger er fjórhjóladrifinn og sérlega sterkbyggður fyrir allskonar verkefni hvort sem er í vinnu eða áhugamálin og er nú með enn meiri tækni en nokkru sinni fyrr. Nýr Ford Ranger fæst í þremur búnaðarútfærslum eða Raptor og Wildtrak með 2ja lítra 213 hestafla 4ra strokka sparneytinni dísilvél sem togar 500 Nm og nýrri háþróaðri 10 gíra sjálfskiptingu og XL útgáfu með 2ja lítra 170 hestafla 4ra strokka sparneytinni dísilvél sem togar 420 Nm og 6 gíra beinskiptingu. 

KYNNTU ÞÉR FORD RANGER

2021 Parkers pickup of the year winner - Ford Ranger