Ford Puma tvöfaldur sigurvegari WhatCar? verðlaunanna

Ford Puma var tvöfaldur sigurvegari í vali á BÍL ÁRSINS 2021 hjá WhatCar? verðlaununum. Ford Puma var valinn Sports SUV of the Year og Small SUV of the Year. Það er mikill heiður að hljóta þessi virtu verðlaun og frábær endurkoma Ford Puma nafnsins á markaðinn! Þess má geta að Ford Puma var einnig valinn Bíll ársins WhatCar? árið 2020.

Sports SUV of the Year
Ford Puma ST 1.5 Ecoboost 200 Performance Pack
Small SUV of the Year
Ford Puma 1.0 Ecoboost Mild Hybrid 155 Titanium


WhatCar? hafði þetta að segja um Ford Puma

"Smærri jeppaflokkurinn er þekktur fyrir að reyna of mikið við að vera allt fyrir alla. Hagnýtur, sportlegur, skilvirkur og glæsilegur og að auki á viðráðanlegu verði ... það er sjaldgæft að bíll geti raunverulega haft þetta allt en Ford Puma gerir það. Ford Puma skartar framúrskarandi hönnun sem er um leið notendavæn, bíllinn er sérlega þægilegur og framúrskarandi vélar hans skila, með mild hybrid tækninni, skilvirkni og góðu afli. Innra rými Ford er stórt og hannað með þarfir fjölskyldunnar í huga. Nýstárlegt hólf í gólfi farangursgeymslu gerir Ford Puma til dæmis einstaklega hagnýtan."

Ford Puma með bestu farangursgetuna

Nútímalíf þarf oft frumlega nálgun á hvernig eigi að nýta plássið. Ford Puma nýtir sér þessa hugmyndafræði og býður upp á besta farangursrýmið í þessum flokki bíla. Til viðbótar við stílhreina hönnun eru fallegar línur Puma í jafnvægi við úthugsaða virkni. Þar býr raunveruleg fjölhæfni meðal allra smáatriðana.

Framúskarandi afköst og lægri eldsneytiseyðsla

Nýtt tímabil hybrid bíla er komið. Ford Puma vélarnar bjóða upp á úrval nýrra háþróaðra EcoBoost mild hybrid bensínvéla sem skila framúrskarandi afköstum, lægri eldsneytiseyðslu og áberandi minni CO2 losun en aðrar hefðbundnar vélar.

EcoBoost mild hybrid tækni í Ford Puma innifelur rafmótor til að bæta skilvirkni. Tæknin skilar framúrskarandi afköstum og eldsneytisnýtingu án málamiðlana. Kerfið er alsjálfvirkt en það nýtir hreyfiorkuna sem verður til við hemlun og nýtist þegar á meira rafmagni þarf á að halda eins og til dæmis þegar þarf að ná auknu afli við upptak. Með því að nýta þessa orku þarf vélin ekki að framleiða eins mikið rafmagn og sparast þannig eldsneyti og dregur úr útblæstri. Þú þarft ekki að tengja Puma við utanaðkomandi aflgjafa, þar sem aðskilinn 48 volta rafhlöðupakkinn sem knýr rafmótorinn hleðst aftur við akstur.

1,0 lítra Ford EcoBoost vélin hefur verið valin International Engine of the Year sex sinnum. Puma er með 125 hestafla EcoBoost vélinni sem samsvarar sér mjög vel í nýja Puma bílnum. Þú munt njóta þess að aka bílnum því með betri eldsneytiseyðslu og minni CO2 losun gerir hann ekki aðeins hreinni fyrir umhverfið, heldur einnig mun betri fyrir rekstrarkostnaðinn þinn.

Ford Puma - Jafn snöggur og lipur og hann lítur út fyrir að vera

Fimm ára ábyrgð á Ford

Brimborg býður nú alla nýja Ford bíla sem keyptir eru hjá Brimborg með 5 ára ábyrgð. Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð sem gildir fyrir bæði fólksbíla og atvinnubíla. 

Smelltu og kynntu þér Ford Puma

Smelltu til að skoða úrval í Vefsýningarsal

Sports SUV of the Year

Ford Puma ST 1.5 EcoBoost 200 Performance Pack

Small SUV of the Year

Ford Puma 1.0 EcoBoost Hybrid 155 Titanium 

 

Kynntu þér allt um Ford Puma

Skoða úrval í Vefsýningarsal