Konungur götunnar er Ford Mustang!

Um helgina var keppt í King of the street á Kvartmílubrautinni þar sem þrjú efstu sætin fóru til Ford bíla!

Keppt var í fjórum greinum og fengu keppendur stig úr hverri grein. Samanlögð stig úr öllum greinum ákvörðuðu svo Konung götunnar (King of the street).

Ford í þrem efstu sætum

Í fyrsta sæti, og þá rétt nefndur Konungur götunnar, var Brynjar Smári Þorgeirsson á Ford Mustang GT 727 HÖ með Roush blásarakitti, í öðru sæti var Simon Wiium á Ford Focus RS 350 HÖ og í því þriðja Jóhann Egilsson á Ford Fiesta ST 180 HÖ.

Keppnisgreinar

Keppt var í Áttungsmílu (1/8 míla 200m) þar sem voru ótakmarkaðar tímatökuferðir en hver keppandi þurfti þó að fara að lágmarki tvær tímatökuferðir. Keppendum var því næst raðað upp eftir tímatöku og keyrt svokallað „Second chance“ sem þýðir að hver ökumaður þurfti að tapa 2svar til þess að detta úr keppni. Þá kom næst AutoX (Keiluakstur), þar fengu keppendur 3 æfingaferðir og svo  þrjár tímatökuferðir og besti tími gilti. Þriðja keppnisgrein var svo Tímaat (Brautarakstur) þar sem var skipt í æfingu og í framhaldi keyrðu kependur í 8 mínútur í tímatöku og besti tími gilti. Að lokum var það svo Kvartmílan sjálf (1/4 míla 400m) þar sem hver keppandi fékk þrjár tímatökuferðir svo var keppendum raðað upp eftir tímum og „Second chance“ keyrt aftur eins og í áttungsmílunni.

Kynntu þér sigurvegarana

Ford Mustang 

Skoðaðu myndir

Myndaalbúm – King of the Street
Við þökkum Agli Jóhannssyni og Jóhanni Egilssyni kærlega fyrir þessar glæsilegu myndir.