Nýr Ford Kuga frumsýndur dagana 4.-16. maí

Frumsýning 4.-16. maí


Nýr Ford Kuga verður frumsýndur dagana 4.-16. maí í Ford salnum á Bíldshöfða 6 í Reykjavík.   Við dreifum frumsýningunni á lengri tíma svo fólk eigi auðveldara með að komast og virða allar gildandi samkomureglur. Þá er hægt að skoða alla bíla á lager og á leið til landsins í vefsýningarsal Brimborgar ásamt öllum upplýsingum um bílinn.  
Komdu, reynsluaktu og upplifðu Ford Kuga.

Nýr Ford Kuga er fáanlegur með tveimur mismunandi vélum sem eru einstaklega sparneytnar og með lága CO2 losun. Annarsvegar rafmagns/bensín tengiltvinnvél með framdrifi og hins vegar er það aflmikil dísilvél með fjórhjóladrifi.

Nýr Ford Kuga tengiltvinn er með nýjustu Plug-in Hybrid rafmagnstækni Ford sem býður upp á hreinni, hljóðlátri og fágaðri jeppanálgun. Stútfullur af snjöllum lausnum og hönnun sem er úthugsuð fyrir virkan lífsstíl.

Það besta úr báðum heimum


Hinn nýi Ford Kuga með rafmagns/bensín tengiltvinnvél notar tvo aflgjafa til að koma þér á áfangastað á skilvirkari hátt. Með háþróuðu rafkerfi geturðu farið í styttri ferðir, allt að 56 km með núlllosun á CO2 og hlaðið þar sem þú hefur aðgang að hleðslu. 

Þessi kílómetrafjöldi á rafmagni dugar lang flestum í daglega notkun en í lengri ferðum tryggir sparneytin bensín vélin að þú getir ekið eins langt og þú þarft án þess að þurfa að hlaða hann af rafmagni. Powersplit tæknin hleður tvinnbílinn þinn meðan á akstri stendur. Orkan sem er fengin með hemlun er meðal annars notuð til að hlaða inn á rafgeymana, í lengri ferðum er bíllinn jafnvel fullhlaðinn þegar þú kemur á áfangastað.

Tilbúinn í allt


Fáguð, nútímaleg hönnun að utan. Aðlögunarhæft innanrými og aftursæti Kuga tryggja að þú hafir allt það rými sem þú þarft. Hinn nýi Ford Kuga er hið fullkomna farartæki fyrir ævintýri, sumar sem vetur. Hann býður upp á mikla dráttargetu eða allt að 2.100 kg með 2,0 lítra dísilvélinni og 1.200 kg með rafmagns/bensín tengiltvinnvélinni. 

Fimm stjörnu öryggi


Ford heldur áfram að fá bestu mögulegu einkunn í öryggismálum.  Nýr Ford Kuga er í hóp þeirra bíltegunda sem hlotið hafa topp einkunn, fimm stjörnu öryggisvottun Euro NCAP.

5 ára ábyrgð á Ford


Brimborg býður nú alla nýja Ford bíla með 5 ára ábyrgð.  Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð sem gildir fyrir bæði fólksbíla og atvinnubíla Ford.

Með reglulegri þjónustu og 5 ára ábyrgð nýrra Ford bíla tryggir þú þér meira öryggi, lægri rekstrarkostnað, hærra endursöluvirði og hraðari endursölu. Til að viðhalda ábyrgðinni þarf að viðhalda bifreiðinni samkvæmt ferli framleiðanda eins og lýst er í eiganda- og þjónustuhandbók bílsins, Mæta árlega eða á 20.000 km fresti í þjónustuskoðun hvort sem á undan kemur tími eða km.