Upprunalegi "Bullit" Ford Mustang var keyptur á 420 milljónir

Ford Mustang, sem var notaður í kvikmyndinni Bullit árið 1968, var nýlega seldur á uppboði á 3,4 milljónir dala, eða um 420 milljónir króna, sem gerir hann að dýrasta Ford Mustang sem nokkurn tíma hefur selst. 

Mustang bíllin er bíllinn sem Steve McQueen keyrði í Bullitt; raunverulegi bíllinn, sem var fullur af myndavélum og notaður til að gera ýmsar hetjulegar æfingar sem úr varð frábært myndskot og viðburðaríkur akstur.

Tíminn hefur unnið með orðspori þessa tiltekna bíls, sérstaklega miðað við hversu mikið sjálfan McQueen langaði að eiga hann. Strax eftir myndina var hann seldur starfsmanni Warner Bros, og síðan til einkaspæjara, og þar á eftir til karlmanns að nafni Robert Kiernan sem hafnaði McQueen mörgum sinnum að fá að kaupa aftur Mustang bílinn sem hann sjálfur gerði svo frægan.

Kiernan keyrði bílinn á hverjum degi og naut þess mjög. Kiernan og Sean sonur hans fóru að vinna í að gera hann upp en því miður urðu heilsufar og fjölskyldumál í vegi þess verkefnis. Þegar Robert lést skyndilega árið 2014 kviknaði löngun hjá Sean að klára verk föður síns.

Hann kláraði verkið: Bíllinn var loksins afhjúpaður á bílasýningunni í Detroit 2018 samhliða (þá) nýja Bullitt Edition Mustang og lítur út fyrir að það hafi verið þess virði að fjárfesta í honum.

Mustang bullit

Mustang bullit

Mustang bullit

Mustang bullit

Mustang bullit

Ford Mustang

Ford Mustang

Upprunalega fréttin birtist hjá TopGear: https://www.topgear.com/car-news/movies/original-bullitt-ford-mustang-sold-34m