Ford C-MAX
- sveigjanleiki og notendavæn tækni

C-MAX

5 manna, 5 dyra

Verð frá 3.290.000 kr.
Eyðsla frá 4,1 l/100
CO₂ losun frá 105 g/km

Ford C-MAX er hannaður til að hjálpa þér að fá sem mest út úr lífi fjölskyldunnar. Innra rýmið er hannað með þarfir fjölskyldunnar í huga þar sem sveigjanleiki og notendavæn tækni er í fyrirrúmi.

Fullkominn fjölskyldubíll

Ford C-MAX er rúmgóður 5 sæta fjölskyldubíll þar sem auðveldlega er hægt að færa sætin til og nægt geymslupláss er fyrir allt sem fylgir nútíma fjölskyldum. Ford C-MAX er ekki einungis notendavænn og hugvitssamlega hannaður heldur er útlit hans líka sérlega fallegt.

Vél ársins

Ford C-MAX er fáanlegur með margverðlaunuðu Ford EcoBoost vélinni sem hefur verið valin vél ársins (International Engine of the Year) þrjú ár í röð. Vélatækni gegnir lykilhlutverki í nýjum Ford C-MAX. Hún hjálpar til við að draga úr rekstrarkostnaði og losun en skilar á sama tíma krafti og góðum afköstum. 

Þægilegt innstig

Ford C-MAX er með þægilegt innstig og því er sérlega gott að ganga um bílinn. Ökumaður situr hærra og stígur því út úr bílnum en ekki upp úr bílnum. Sama gildir þegar ökumaður sest inn. Auk þess sitja farþegar jafnframt hátt í bílnum og það er einmitt það sem svo margir bílkaupendur sækjast eftir í dag.

Öryggi fjölskyldunnar tryggt

Öryggi Ford C-MAX er fyrsta flokks. Í bílnum er ABS bremsukerfi með EBD hemlajöfnun, ESC stöðugleikastýrikerfi, TC spólvörn, Torque Vectoring Control (TVC) og diskabremsur eru á öllum hjólum. Öryggispúðar eru í stýri, mælaborði, hliðum og hliðum framsæta. Öryggisbeltin eru hæðarstillanleg og rafstýrðir bílbeltastrekkjarar eru í framsætum.

Komdu og prófaðu

Við hvetjum þig til að koma í sýningarsal Ford og prófa fjölskyldubílinn Ford C-MAX.

Kynntu þér Ford C-MAX betur

Sjáðu öll smáatriði Ford C-MAX

Ford C-MAX er notendavænn fjölnotabíll

Kynntu þér Ford Explorer tengiltvinn tæknina

Kynntu þér snjallar lausnir í rúmgóðum, 7 sæta Explorer

Margverðlaunuð vél

Ford leggur mikið upp úr því að geta boðið viðskiptavinum sínum skilvirkar, sparneytnar og skemmtilegar vélar. 

Ford EcoBoost vélin hefur verið valin International Engine of the Year þrjú ár í röð. Aldrei fyrr né síðar hefur vél fengið þessi eftirsóttu verðlaun þrjú ár í röð. Dómnefndin er skipuð 82 bílablaðamönnum frá 35 löndum. Niðurstaða þeirra er að Ford EcoBoost vélin er í sérflokki hvað varðar tæknibúnað, sveigjanleika og skilvirkni.

Ford EcoBoost vélin er 1,0 lítra bensínvél sem býr yfir tveimur eiginleikum sem lengi hefur reynst erfitt að sameina: lága eldsneytisnotkun og mikil afköst.

Þess má geta að Ford EcoBoost hefur fengið hvorki fleiri né færri en 13 alþjóðleg verðlaun.

Ford stendur fyrir [gæði og áreiðanleika]

Ford stendur fyrir gæði og áreiðanleika

Ford var stofnað árið 1903 af Henry Ford. Allt frá fyrstu árum hefur Ford verið frumkvöðull í bílaiðnaðinum. Ford bílar eru þekktir um heim allan fyrir fyrsta flokks gæði, framúrskarandi aksturseiginleika og breiða vörulínu.

Fáðu meiri upplýsingar um þennan heillandi bíl. Skoðaðu vefsýningarsal Brimborgar, sendu fyrirspurn eða komdu í Ford sýningarsalinn. Smelltu hér til að sjá hvar við erum til húsa og upplýsingar um opnunartíma.