Ford Edge

Edge

5 dyra, AWD

Verð frá 7.790.000 kr.
Eyðsla frá 5,9 l/100
CO₂ losun frá 149 g/km

Ford Edge er sterkur, stæðilegur og gríðarlega rúmgóður jeppi. Stærstur í sínum flokki með 20 cm. veghæð og einstaka dráttargetu eða 2.000 kg. Hann er meðal annars búinn Bluetooth leiðsögukerfi, 8“ snertiskjá með bakkmyndavél og upphitanlegri framrúðu.

Ford Edge veitir þér frelsi til að fara lengra. Framúrskarandi aksturseiginleikar, kraftmikið útlit og fyrsta flokks tækni setja Ford Edge fremstan í sínum flokki.

Stórglæsileg hönnun Ford Edge fangar athygli og kraftmiklar vélar skila spennandi akstri. Þú ert umkringdur nýjustu tækni um leið og þú sest inn í bílinn, notendavænni tækni sem skilar sér í öruggari akstri.

Tækni sem auðveldar þér að njóta akstursins

Í nýjum Ford Edge er tækni sem auðveldar aksturinn og gerir hann ánægjulegri. Ford Edge er þar að auki fjórhjóladrifinn, búinn dísilvél og 19“ Titanium álfelgum.

Staðalbúnaður bílsins er sérstaklega glæsilegur. Má þar nefna SYNC II samskiptakerfi með Bluetooth og neyðarhringingu, íslenskt leiðsögukerfi, veglínuskynjara, umferðaskiltalesara, rafdrifinn afturhlera með skynjara, upphitanlega Quickclear framrúðu, leðurklætt upphitanlegt stýrishjól, Ford MyKey og lyklalaust aðgengi.

Í Edge er einnig bakkmyndavél sem tengd er við 8“ snertiskjá í mælaborði bílsins og sýnir þér 180° svæðið fyrir aftan bílinn.

Gott úrval aukabúnaðar

Sem aukabúnað er hægt að fá BLIS blindpunktsaðvörunarkerfi (Blind Spot Information System) sem skannar blinda blettinn og gerir ökumanni viðvart með því að það kviknar á ljósi í hliðarspegli þeim megin sem bifreið nálgast.

Í Ford Edge er einnig hægt að bæta við sem aukabúnaði, Adaptive Steering sem aðlagar viðbrögð stýris við hraða bílsins. Á lágum hraða leyfir Adaptive Steering hjólunum að snúast meira með minni snúning á stýrinu, sem eykur hreyfanleika bílsins.

Kraftur og sparneytni sameinast

Ford Edge er búinn tveggja lítra 210 hestafla dísilvél sem er kraftmikil en á sama tíma sparneytin. Hún eyðir einungis 5,9 l/100 km í blönduðum akstri og losar aðeins 149 g/km af koltvísýringi.

Í Ford Edge er Stop-Start spartækni sem slekkur á vél bílsins þegar bíllinn stöðvast og kveikir á honum aftur þegar þú tekur fótinn af bremsunni eða sleppir kúplingunni á beinskiptum.

Komdu og prófaðu

Aksturseiginleikar Ford Edge er framúrskarandi. Við hvetjum þig til að koma í reynsluakstur.

Berðu saman verð og búnað

Hér getur þú borið saman útfærslur, drif, vélar og skiptingar sem eru í boði.

Niðurstöður samanburðar birtast hér fyrir neðan.

ford_edge
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð
ford_edge
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð
ford_edge
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð

Kynntu þér Ford Edge betur

Ford Edge - myndband

Ford AWD

Ford Explorer Plug-in Hybrid

Nóg pláss í Ford Explorer

Ford stendur fyrir [gæði og áreiðanleika]

Ford stendur fyrir gæði og áreiðanleika

Ford var stofnað árið 1903 af Henry Ford. Allt frá fyrstu árum hefur Ford verið frumkvöðull í bílaiðnaðinum. Ford bílar eru þekktir um heim allan fyrir fyrsta flokks gæði, framúrskarandi aksturseiginleika og breiða vörulínu.

Fáðu meiri upplýsingar um þennan heillandi bíl. Skoðaðu vefsýningarsal Brimborgar, sendu fyrirspurn eða komdu í Ford sýningarsalinn. Smelltu hér til að sjá hvar við erum til húsa og upplýsingar um opnunartíma.