Ford Fiesta ST

Fiesta ST

5 dyra

Verð frá 3.950.000 kr.
Eyðsla frá 6 l/100
CO₂ losun frá 136 g/km

Ford Fiesta er fjörugur og skemmtilegur bíll. Ford Fiesta ST er sérstök Sports Technology útfærsla af Ford Fiesta.

Splunkunýr Fiesta

Nýr Ford Fiesta ST hefur verið endurhannaður frá grunni með gjörbreyttum framenda, rennilegum framljósum og straumlínulaga línum eftir öllum bílnum. Opnaðu dyrnar á Fiesta og þú heillast. Glæsilegt handverk, einstakt val á efnum og mjúk lýsing tekur á móti þér í nýjum Ford Fiesta ST.  Ford Fiesta ST er með stóra vindskeið að aftan og tvöfalda púststúta. Recaro framsæti með bláum saumum. 

Ford Fiesta ST er 200 hestöfl og stútfullur af framúrskarandi sporttækni sem eykur kraft og frammistöðu.  Hann hefur þrjá stillanlega akstursmáta, Normal/Eco /Sport og sportfjöðrun undir.  
Nýi Ford Fiesta ST er viðbragðsbesti, mest heillandi og sá lang skemmtilegasti að keyra hingað til!

Ríkulegur staðalbúnaður í Fiesta

Í Ford Fiesta ST er Apple CarPlay/Android Auto þannig að þú getur tengt símann við græjurnar og GPS staðsetningarkerfi símans getur varpast á 8“ snertiskjáinn í mælaborði bílsins. Með SYNC III getur þú raddstýrt símanum og hljómtækjunum svo eitthvað sé talið upp. Í honum er einnig Neyðarhringi búnaður -  ef óhapp verður þá og ökumaður getur ekki gert neitt vegna t.d. áverka þá hringir síminn í 112, gefur upp staðsetningu (hnitin) og gefur þeim á hinum endanum möguleika á að hafa samskipti við ökumann sem getur etv. tjáð sig þó hann getir ekki hreyft sig.

Í nýjum Ford Fiesta er Easy Fuel eldsneytisáfyllingarkerfi án bensínloks sem varnar því að það sé sett rangt eldsneyti á bílinn sem getur verið mjög kostnaðarsamt. Það er einnig Veglínuskynjari sem skynjar með myndavél veglínurnar og á það bæði við um heilu línurnar í vegkanti og brotnu línurnar í miðjunni. 

Í Ford Fiesta er upphitanleg framrúða sem þýðir að þú þarft aldrei að skafa framrúðuna þegar snjóar. 

Einnig fáanlegur með sérstökum Sportpakka  (Spærredifferentiale & Launch Control).