Ford Focus Active - kröftugur og fjölhæfur

Focus Active

5 dyra / Station

Verð frá 4.030.000 kr.
Eyðsla frá 5,8 l/100
CO₂ losun frá 107 g/km

Jafn tilbúinn í ævintýrin og þú.


Ford Focus verðlaunabíllinn er hér í Active útgáfu, jeppa-innblásin hönnun sameinar form og virkni sem skilar enn öflugri bíl. 

Ford Focus Active er kröftugur og fjölhæfur bíll sem er bæði hagnýtur og sveigjanlegur. Hann blandar saman fjölhæfni jeppa og akstursupplifun í fremstu röð sem Focus er þekktur fyrir.  Hann er hátt frá jörðu sem gefur betri yfirsýn og þægilegra aðgengi, þú stígur út úr bílnum en ekki upp úr honum.  Kantar á hliðum gefa bílnum jeppalegra útlit og verja jafnframt hliðar bílsins.

Hann er stútfullur snjöllum lausnum, þar með talið 5 mismunandi akstursstillingar. Þessar stillingar eru Normal, Eco, Sport, Trail og Snow. Þessar stillingar gera það að verkum að bíllinn er frábær í akstri við mjög mismunandi aðstæður.  Þær stilla meðal annars af inngjöf, stýrisstillingu sem og gírskiptingu á sjálfskiptum bílum.  Að auki þá breyta þær fjöðrun bílsins og nýta stöðugleikastýrikerfið og spólvörnina til að bíllinn hafi alltaf besta mögulega grip við hinar ýmsu aðstæður

Ford Focus Active færir þér aukna tilfinningu fyrir ævintýrum, jeppalegt útlitið hvetur þig til nýrra ævintýra. Hann eintaklega glæsilegur og hefur fengið frábæra dóma út um allan heim.

Skoðaðu lausa bíla í Vefsýningarsal Brimborgar, veldu bílinn sem þér hentar og sendu okkur fyrirspurn eða taktu bíl frá. Þú getur líka smellt á rauða hnappinn "Hafðu samband" til að taka frá bíl eða fá allar nýjustu upplýsingar hjá söluráðgjafa sem svarar um hæl.

Þægindi og öryggi

Staðalbúnaður Ford Focus er á pari við margan lúxusbílinn. Hann er með loftkælingu og upphitanlegri framrúðu, fékk fimm stjörnur í öryggisprófi EURO NCAP, er sítengdur með Bluetooth og búinn nýjustu tækni. Öryggisbúnaður: ökumannsvaki (Drivers Alert), árekstravari (Active City Stop), og veglínuskynjari (Lane Keeping Alert). Að auki er brekkuaðstoð sem auðveldar ökumanni að taka af stað í halla.

Apple CarPlay og Android Auto og 6 hátalarar og fjarstýring í stýri fyrir hljómtæki. Ford SYNC raddstýrt samskiptakerfi með Bluetooth og neyðarhringingu (112). My Key búnaður (forritanlegur lykill með takmörk á hámarkshraða, hljóðstyrk hljómtækja ofl.)
Stillanlegir akstursmátar (Normal/Eco/Sport) og Easy fuel búnaður sem kemur í veg fyrir að rangt eldsneyti sé sett á bílinn.

Hönnun með tilgangi

Ford Focus Active hefur harðgert og sportlegt ytra útlit, sérlega rúmgóður að innan og vel búinn. Sérhver þáttur er hannaður til að gera akstursupplifun þína enn ánægjulegri. Til dæmis er flipaskipting í stýri í sjálfskiptum og 8" snertiskjár, SYNC 2, og 2x USB tengi.

Hannaður með þig og þína í huga.  Flottur stíll og fyrsta flokks gæði haldast í hendur við gott skipulag því öll stjórntæki eru í seilingarfjarlægð. Hönnuðir Ford hafa séð til þess að hvert smáatriði er úthugsað.  Ford Focus Active Station hefur 608 lítra farangursrými.

Hannaður með þig og þína í huga. Flottur stíll og fyrsta flokks gæði haldast í hendur við gott skipulag því öll stjórntæki eru í seilingarfjarlægð. Hönnuðir Ford hafa séð til þess að hvert smáatriði er úthugsað.

Minni eldsneytisnotkun og minni CO2 losun

Vélatæknin er einn af lykilþáttunum í að gera Focus Active að þessum einstaklega skemmtilega akstursbíl. Hún skilar ekki bara krafti og snerpu því hún hjálpar við að draga úr rekstrarkostnaði.
Allar vélarnar búa yfir Auto-Start-Stop búnaði sem dregur úr eyðslu og standast einnig kröfur Euro 6 losunarstaðlanna og menga því lítið.

FordPass

FordPass

Vertu sítengdur við bílinn með FordPass í símanum þínum. FordPass hjálpar þér með að finna staðsetningu bílsins og segir til með stöðu bílsins eins og bensínmagn, olíumagn, birtir viðvaranir og fleira. Það er meira að segja hægt að opna og læsa bílnum sem og að starta honum með símanum einum.

Ford pass í app store

Google Play

 

Fimm ára ábyrgð

Brimborg býður nú alla nýja Ford bíla sem keyptir eru hjá Brimborg með 5 ára ábyrgð eða 100.000 km., hvort sem á undan kemur. Hér má finna nánari upplýsingar um ábyrgð Ford bíla hjá Brimborg.

Komdu og prófaðu

Aksturseiginleikar Ford Focus eru framúrskarandi. Komdu í reynsluakstur. Við tökum vel á móti þér.

Hafðu samband og fáðu allar nýjustu fréttir af Ford Focus Active

Kynntu þér Ford Focus betur

Ford Focus station