Ford Focus RS

Focus RS

5 dyra, AWD

Verð frá 6.490.000 kr.
Eyðsla frá 7,7 l/100
CO₂ losun frá 175 g/km

Ford Focus er fimur bíll enda þekktur fyrir frábæra aksturseiginleika og framúrskarandi gæði. Ford Focus RS er sérstök racing sportútfærsla af hinum sívinsæla Ford Focus.

Ford hannaði bílinn í samstarfi við Ken Block, einn frægasta ökuþór heims. Bílablaðamenn hafa hlaðið Ford Focus RS lofi enda búinn einstöku fjórhjóladrifi með driftpakka og launch control búnaði.

Það sem meira er þá skilar 2,3 lítra EcoBoost vélin 350 hestöflum og 440 Nm togkrafti. Hröðunin er 4,7 sek. frá 0-100 km/klst.

Sérpantaðu Focus RS

Móttökurnar um heim allan hafa verið það góðar að Ford annar ekki eftirspurn. Þeir Ford Focus RS sem við höfum pantað hafa rokið út. Biðtími eftir Ford Focus RS er 6-7 mánuðir. Komdu núna og sérpantaðu Ford Focus RS alveg eins og þú vilt hafa hann.

Focus RS hefur slegið í gegn um heim allan

Ford Focus RS var valinn bíll ársins 2016 af breska bílatímaritinu TopGear Magazine. Þetta er mikill heiður enda var keppnin hörð og öflugir bílar á borð við Porche og Ferrari sem lutu í lægra haldi fyrir Focus RS, sem einnig var útnefndur Hot Hatch ársins.

Í raun má segja að bílablaðamenn um heim allan hafa ekki haldið vatni yfir nýja Ford Focus RS. Hann fær mikið lof hvarvetna. Verðlaunin er orðin það mörg að ekki er hægt að telja þau öll upp.

"Trylltasta tryllitækið" 

Bílablaðamaður Morgunblaðsins reynsluók Ford Focus RS og niðurstaðan er einföld: Ford Focus RS er "eitt trylltasta tryllitækið". Blaðamaður hleður bílinn lofi. Í lok greinarinnar skrifar blaðamaður:

Fyrir tæpar sjö milljónir króna felst vitaskuld ákveðin skuldind­ing í bílnum, en sé maður á annað borð á höttunum eftir tæki af þessu tagi þá toppar Ford Focus RS sína keppinauta með talsverðum glans um þessar mundir. Það er óhætt að spá þessum sportbíl miklum vinsældum því hann stendur undir íburðarmiklu lýsingarorðunum og rúmlega það.

Hér má lesa bíladóminn í heild sinni.

Kynntu þér glæsilegan staðalbúnað Ford Focus RS hér fyrir neðan.

Hafðu samband við ráðgjafa

Finndu út hvernig þú vilt panta bílinn þinn. Hafðu svo samband við ráðgjafa og við græjum málið fyrir þig. Innan tíðar verður þú komin/inn á hörkuflottan Ford Focus RS.

Kynntu þér Ford Focus RS betur

Ken Block prófar Ford Focus RS á Spáni

Ford Focus RS og Ken Block

Ford Focus RS Drivemodes

Ford Focus RS tekst á við fjallvegi

Saga Ford Focus RS

Kynntu þér Ford Explorer tengiltvinn tæknina

Kynntu þér snjallar lausnir í rúmgóðum, 7 sæta Explorer

Ford stendur fyrir [gæði og áreiðanleika]

Ford stendur fyrir gæði og áreiðanleika

Ford var stofnað árið 1903 af Henry Ford. Allt frá fyrstu árum hefur Ford verið frumkvöðull í bílaiðnaðinum. Ford bílar eru þekktir um heim allan fyrir fyrsta flokks gæði, framúrskarandi aksturseiginleika og breiða vörulínu.

Fáðu meiri upplýsingar um þennan heillandi bíl. Skoðaðu vefsýningarsal Brimborgar, sendu fyrirspurn eða komdu í Ford sýningarsalinn. Smelltu hér til að sjá hvar við erum til húsa og upplýsingar um opnunartíma.