Ford Kuga

Kuga

5 dyra, AWD

Verð frá 6.250.000 kr.
Eyðsla frá 6,1 l/100
CO₂ losun frá 160 g/km

Ford Kuga býður upp á mikla veghæð sem kemur sér ekki aðeins vel í snjó og við erfiðari aðstæður því þú situr líka hærra og það er mun þægilegra að ganga um bílinn, þú stígur út en ekki upp úr bílnum. Ford Kuga er einstaklega vel búinn, vélarnar eru sérleg sparneytnar og öflugar með mikla dráttargetu (allt að 2.100 kg) og mikið er lagt upp úr öllum öryggisbúnaði enda hefur Kuga hlotið frábæra úttekt í öryggisprófun EuroNCAP eða 5 stjörnur.  Þú situr hátt og aksturseiginleikar Ford Kuga eru fyrsta flokks og þægindin í hámarki.

Ford Kuga er einstaklega hæfur til að koma þér og þínum hvert á land sem er við hvaða aðstæður sem er.

Ford Kuga er núna bæði fáanlegur framdrifinn og fjórhjóladrifinn, með öflugri dísil vél og bæði beinskiptur og sjálfskiptur.

 

Fjórhjóladrifinn jeppi með glæsilegum staðalbúnaði

Staðalbúnaður Ford Kuga AWD er sérstaklega glæsilegur. Má þar nefna skynvætt tölvustýrt fjórhjóladrif (Intelligent All-Wheel Drive system) sem lagar sig að undirlagi og ástandi vega, Ford SYNC 3 raddstýrt samskiptakerfi hönnuðu af Microsoft með Bluetooth og neyðarhringingu í 112, íslenskt leiðsögukerfi, 8“ snertiskjá í miðjustokk, 4,2“ TFT litaskjá í mælaborði, tvískipta tölvustýrða miðstöð með loftkælingu og 17“ álfelgur.

Gerðu samanburð og þú munt sjá að Ford Kuga er gríðarlega vel búinn. Til viðbótar við það sem er talið upp hér að ofan má nefna að eftirfarandi er einnig staðalbúnaður: starthnappur, hraðastillir, aksturstölva, brekkuaðstoð, Cross Traffic aðvörun fyrir hliðarumferð, LED lýsing í farþegarými, leðurklætt stýrishjól og gírstangarhnúður, rafstillanlegir og upphitanlegir útispeglar, þokuljós,  BLIS myndavél og Easy Fuel

Framúrskarandi öryggi

Öryggi Ford Kuga er framúrskarandi enda fékk hann fimm stjörnur af fimm mögulegum í árekstra- og öryggisprófunum Euro NCAP.
Mjög öflugur öryggispakki er staðalbúnaður í Kuga Titanium S jeppanum en hann innifelur m.a. árekstrarvörn, veglínuskynjara, umferðaskiltalesara, ökumannsvaka og sjálfvirka lækkun háa geisla ef bíll kemur á móti og hraðastillir með nálægðarskynjara.

Snjalljeppinn Ford Kuga 

Ford SYNC3 samskiptakerfið með Bluetooth og neyðarhringingu er staðalbúnaður í Ford Kuga. Með raddstýringu getur þú hringt símtöl og stjórnað tónlistinni. Ford SYNC er líka öryggisbúnaður. Ef maður lendir í óhappi þá hringir SYNC sjálfkrafa í 112 og sendir nákvæm GPS hnit bílsins.
SYNC3 innfelur meðal annars Apple CarPlay og Android Auto.

Góður í endursölu

Ford Kuga er mjög góður í endursölu en það er liður sem mikilvægt er að íhuga þegar fjárfest er í nýjum bíl.

Komdu og prófaðu

Við hvetjum þig til að koma í sýningarsal Ford og prófa nýjan Ford Kuga AWD.

Berðu saman verð og búnað

Hér getur þú borið saman útfærslur, drif, vélar og skiptingar sem eru í boði.

Niðurstöður samanburðar birtast hér fyrir neðan.

ford_kuga_2017
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð
ford_kuga_2017
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð

Kynntu þér Ford Kuga betur

Ford Kuga - myndband

Ford AWD

Kynntu þér Ford Explorer tengiltvinn tæknina

Kynntu þér snjallar lausnir í rúmgóðum, 7 sæta Explorer

Ford stendur fyrir [gæði og áreiðanleika]

Ford stendur fyrir gæði og áreiðanleika

Ford var stofnað árið 1903 af Henry Ford. Allt frá fyrstu árum hefur Ford verið frumkvöðull í bílaiðnaðinum. Ford bílar eru þekktir um heim allan fyrir fyrsta flokks gæði, framúrskarandi aksturseiginleika og breiða vörulínu.

Fáðu meiri upplýsingar um þennan heillandi bíl. Skoðaðu vefsýningarsal Brimborgar, sendu fyrirspurn eða komdu í Ford sýningarsalinn. Smelltu hér til að sjá hvar við erum til húsa og upplýsingar um opnunartíma.