Berðu saman verð og búnað
Hér getur þú borið saman útfærslur, drif, vélar og skiptingar sem eru í boði.
Niðurstöður samanburðar birtast hér fyrir neðan.
Station
Verð frá | 3.910.000 kr. |
---|---|
Eyðsla frá | 4,3 l/100 |
CO₂ losun frá | 117 g/km |
Ef þú ert að leita að rúmgóðum bíl með framúrskarandi aksturseiginleika, sem jafnframt er unun að horfa á, þá er Ford Mondeo bíllinn.
Hann er stórglæsilegur og rúmar alla fjölskylduna og allt sem henni fylgir, án þess að fórna akstursgleði, útliti eða snerpu.
Ford Mondeo er fáanlegur station og 5 dyra.
Útlit Ford Mondeo er bæði glæsilegt og fágað og hann er það stór að hann rúmar auðveldlega fimm manns og farangurinn sem fylgir þeim fjölda. Vel fer um alla, hvort sem setið er í fram- eða aftursætum. Fóta- og höfuðrými er mjög rúmt.
Ferðalög með alla fjölskylduna og mikinn farangur er leikur einn á Ford Mondeo. Það skiptir ekki máli hvort um sé að ræða 5 dyra eða station, það er alltaf nóg pláss.
Ný vélatækni Ford hjálpar við að draga úr rekstrarkostnaði og losun en skilar á sama tíma krafti og góðum afköstum. Gullfallegur bíll og öflug vél gerir það að verkum að þú velur að fara lengri leiðina heim og nýtur hverrar mínútu í Ford Mondeo.
Ford Mondeo hlaut hæstu einkunn í árekstrarprófunum Evrópsku umferðaröryggisstofnunarinnar Euro NCAP. Það kemur ekki á óvart enda er bíllinn hlaðinn öryggisbúnaði eins og öryggispúða fyrir ökumann og farþega í framsæti, öryggisgardínur í hliðum framsæta og við hliðarglugga. Einnig er öryggispúði við hné ökumanns sem veitir Mondeo ákveðna sérstöðu. Alls eru sjö öryggispúðar í nýja Ford Mondeo.
Bílagagnrýnendur helstu bílablaða og annarra miðla hafa gefið nýjum Ford Mondeo frábæra dóma. Ford Mondeo hefur m.a. verið valinn fyrirtækjabíll ársins af bílablaðamönnum í Danmörku.
Ford Mondeo er mjög góður í endursölu en það er liður sem mikilvægt er að íhuga þegar fjárfest er í nýjum bíl.
Við hvetjum þig til að koma í sýningarsal Ford og prófa nýjan Ford Mondeo.
Hér getur þú borið saman útfærslur, drif, vélar og skiptingar sem eru í boði.
Niðurstöður samanburðar birtast hér fyrir neðan.
Ford SYNC samskiptakerfið með Bluetooth og neyðarhringingu er staðalbúnaður.
Ford SYNC er líka öryggisbúnaður. Ef maður lendir í óhappi þá hringir SYNC sjálfkrafa í 112 og sendir nákvæm GPS hnit bílsins.
Ford leggur mikið upp úr því að geta boðið viðskiptavinum sínum skilvirkar, sparneytnar og skemmtilegar vélar.
Ford EcoBoost vélin hefur verið valin International Engine of the Year þrjú ár í röð. Aldrei fyrr né síðar hefur vél fengið þessi eftirsóttu verðlaun þrjú ár í röð. Dómnefndin er skipuð 82 bílablaðamönnum frá 35 löndum. Niðurstaða þeirra er að Ford EcoBoost vélin er í sérflokki hvað varðar tæknibúnað, sveigjanleika og skilvirkni.
Ford EcoBoost vélin er 1,0 lítra bensínvél sem býr yfir tveimur eiginleikum sem lengi hefur reynst erfitt að sameina: lága eldsneytisnotkun og mikil afköst.
Þess má geta að Ford EcoBoost hefur fengið hvorki fleiri né færri en 13 alþjóðleg verðlaun.
Ford var stofnað árið 1903 af Henry Ford. Allt frá fyrstu árum hefur Ford verið frumkvöðull í bílaiðnaðinum. Ford bílar eru þekktir um heim allan fyrir fyrsta flokks gæði, framúrskarandi aksturseiginleika og breiða vörulínu.
Heillar þessi bíll þig? Við hvetjum þig til að koma í Ford sýningarsalinn og fá að prófa hann. Smelltu hér til að sjá hvar við erum til húsa og upplýsingar um opnunartíma.
Með því að smella á hnappana hér fyrir neðan getur þú skoðað bækling, pantað tíma í reynsluakstur og fengið tilboð.