Ford S-MAX
- fullkominn fyrir annasamt daglegt líf

S-MAX

5 eða 7 manna

Verð frá 5.750.000 kr.
Eyðsla frá 6,4 l/100
CO₂ losun frá 169 g/km

Ford S-MAX er öflugur, vandaður og praktískur bíll. Verkfræðingar Ford hafa búið til snjallar lausnir í S-MAX sem auðvelda þér annasamt daglegt líf.

Ford S-MAX er hannaður til að gera sérhverja bílferð lausa við vesen. Ford S-MAX er fáanlegur 5 manna eða sjö manna. Það er ekki alltaf sem 7 manna útfærsla á bíl fer saman með sportlegu og glæsilegu útliti en það sameinast svo sannarlega i S-MAX.

Hvort sem þú velur fimm eða sjö manna S-MAX nýtur þú góðs af sveigjanleika, góðu rými og skilvirkni.

Nægt rými og vel nýtt

Í Ford S-MAX eru hirslur og hólf vítt og breitt um bílinn. Vantar þig pláss fremur en sæti fyrir sjö? Þá hefur Ford S-MAX lausnina því með FFS kerfi Ford (Fold Flat System) er hægt að leggja niður allt að fimm sæti og fá þannig slétt gólf sem hentar vel til flutninga.

Framhjóladrifinn með frábæra aksturseiginleika

Frábærir aksturseiginleikar og fjölmargar tækninýjungar eins og SYNC samskiptakerfi, 8” snertiskjár og íslenskt leiðsögukerfi gerir Ford S-MAX að draumabíl fjölskyldunnar. 

Sérlega sparneytnar EcoBoost vélar

Nýr Ford S-MAX er fáanlegur með sérlega sparneytnum dísilvélum, bæði beinskiptur og sjálfskiptur. Dísilvélarnar eyða frá einungis 5,4 l/100km í blönduðum akstri og er losun koltvísýrings frá aðeins 139 g/km.

Vélarnar búa yfir Auto-Start-Stop eldsneytissparnaðarbúnaði og standast einnig ströngustu kröfur Euro6 losunarstaðlanna. Vélarnar eru aflmiklar eða frá 150 – 190 hestafla og togið hvorki meira né minna en 350 – 400 Nm.

Niðurstaðan getur bara verið frábær þegar öflugar vélar og flott hönnun sameinast í góðum akstursbíl eins og S-MAX. Þú velur að fara lengri leiðina heim og nýtur þess að aka bílnum.

Ríkulegur öryggisbúnaður

Öryggisbúnaður Ford S-MAX er mjög ríkulegur og má þar nefna veglínuskynjara með umferðaskilta-lesara, árekstrarvara með neyðarbremsu, fjóra öryggispúða, tvær öryggisgardínur með hliðum, öryggispúða fyrir hné ökumanns, veltivörn, upphitanlega framrúðu, IPS öryggiskerfið og svona mætti lengi telja.

Komdu og prófaðu

Við hvetjum áhugasama til að koma og prófa Ford S-MAX í sýningarsal Ford.

Berðu saman verð og búnað

Hér getur þú borið saman útfærslur, drif, vélar og skiptingar sem eru í boði.

Niðurstöður samanburðar birtast hér fyrir neðan.

ford_s-max_perlsilver
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð
ford_s-max_perlsilver
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð
ford_s-max_perlsilver
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð

Kynntu þér Ford S-MAX betur

Ford S-MAX - nútímalegur fjölnotabíll

Ford S-MAX myndband

Ford Explorer Plug-in Hybrid

Nóg pláss í Ford Explorer

Ford stendur fyrir [gæði og áreiðanleika]

Ford stendur fyrir gæði og áreiðanleika

Ford var stofnað árið 1903 af Henry Ford. Allt frá fyrstu árum hefur Ford verið frumkvöðull í bílaiðnaðinum. Ford bílar eru þekktir um heim allan fyrir fyrsta flokks gæði, framúrskarandi aksturseiginleika og breiða vörulínu.

Fáðu meiri upplýsingar um þennan heillandi bíl. Skoðaðu vefsýningarsal Brimborgar, sendu fyrirspurn eða komdu í Ford sýningarsalinn. Smelltu hér til að sjá hvar við erum til húsa og upplýsingar um opnunartíma.