Ford Bronco snýr aftur. Ford Bronco og Bronco Sport.

Það er komið að því sem svo margir hafa beðið eftir. Bronco snýr aftur eftir 24 ára hlé. 


Ford var að kynna til leiks nýjan Ford Bronco en hann hefur ekki verið framleiddur í 24 ár.  Íslendingar þekkja Bronco vel enda einn mest seldi jeppinn hér á árum áður.

Helstu upplýsingar um Ford Bronco

Ford Bronco byggir á sömu stálgrind og Ford Ranger og er útlit bílsins vel útfærð blanda af gamla Bronco útlitinu og nýstárlegum línum. Hann er fjórhjóladrifinn með háu og lágu drifi og verða tvær mismunandi vélar í boði.  Fjögurra strokka 2,3 litra 270 hestafla vél eða 2,7 lítra EcoBoost 310 hestafla vél. Möguleiki er að fá fjögurra strokka vélina með 7 gíra beinskiptingu (6+1) sem er þá með einn skriðgír fyrir erfiðar aðstæður.  Einnig er hægt að fá 10 gíra sjálfskiptingu.  Hann er leiðandi í sínum flokki hvað varðar styrk og getu en veghæðin er 29,5cm og vaðdýptin er 85,1cm.

Útfærslurnar sem eru í boði eru 7 talsins og miðast þær við hvaða ævintýraferðir henta hverjum og einum og svo er hægt að bæta við aukahlutum til að sérsníða hann að þörfum hvers og eins. Átta mismunandi akstursstillingar eru í boði:  Sand, Slippery, Sport, Eco, Normal, Mud/Ruts og Rock Crawl og Baja. Það er mismunandi eftir útfærslum hvaða stillingar eru í boði. 

Ford Bronco er væntanlegur á markað í Bandaríkjunum í júní 2021.

Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar um Ford Bronco.

Prófaður við erfiðustu aðstæður.

Bronco var prófaður við mjög krefjandi aðstæður í Johnson-Valley eyðimörkinni og hann fór einnig í Baja 1000, sem er ein erfiðasta torfæra í heimi.  Verið því tilbúin í svakalegt ævintýri því Bronco kemur til með að láta ykkur upplifa alla þá spennu sem náttúran hefur upp á að bjóða.

Bronco Sport

Einnig var kynntur til leiks Bronco Sport, sem er byggður á Ford Kuga grind og með yfirbyggingu sem svipar til Bronco. Bronco Sport er mun minni en Ford Bronco en er góður í torfærum og tilvalinn ævintýrabíll.  Tvær vélar eru í boði 1,5L EcoBoost 181hestöfl og 2,0 EcoBoost 245 hestöfl með 8 gíra sjálfskiptingu.  Útfærslurnar eru 5 og miðast við, eins og hjá Bronco, hvaða ævintýraferðir henta hverjum og einum.  Hann er búinn fjórhjóladrifi og Terrain Management System ™ með G.O.A.T. Modes ™ (Goes Over Any Terrain) og hefur vaðdýpt upp á 60 cm.

Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar um Bronco Sport

Bronco Póstlisti

Smelltu hér og skráðu þig á póstlistann og við sendum þér allar nýjustu upplýsingar varðandi Bronco og Bronco Sport um leið og þær liggja fyrir.

Bronco

Bronco

Bronco

Bronco

Bronco

Bronco

Bronco