Ford F-150 Lightning rafmagns pallbíll

Ford með forkynningu á Ford F150 Lightning rafmagns pallbílnum þann 19. maí 2021. Fyrstu afhendingar eru áætlaðar sumarið 2022 og þá í fyrstu eingöngu fyrir Bandaríkja- og Kanadamarkað. Ekki er ólíklegt að eftirspurnin verði gríðarleg á þessum mörkuðum og nú þegar hefur Ford fengið hátt í 100.000 pantanir.

Ekki hefur verið staðfest hvort þessi bíll fari í sölu í Evrópu og skýrist líklega ekki fyrr en líða tekur á árið. Líklegt er að þessi rafbíll henti vel fyrir Evrópska markaðinn. Brimborg hefur lagt inn ósk um að bíla og að verða sem fremst í röðinni þegar ákvarðanir um Evrópu verða teknar.

Engar ítarlegar tækniupplýsingar liggja fyrir á þessari stundu en við hjá Brimborg erum með allar klær úti að sækja okkur upplýsingar og munum koma öllu á framfæri um leið og hægt er.