FORD FIESTA Sports Technology

Ford Fiesta Sports Technology er sérstök útfærsla af Ford Fiesta sem farið hefur sigurför um heiminn.

Fiesta ST sem Brimborg hefur áður kynnt er rómaður í bílaheiminum og nú kynnum við nýja útfærslu, Fiesta ST-Line sem sameinar í senn sportlegt útlit, sportlega eiginleika og ríkulegan staðalbúnað.

Við frumsýnum nú þessa sportlegu, nýju útfærslu mest selda smábíls í Evrópu á einstaklega hagstæðu verði. Ford Fiesta ST-Line er búinn 16“ metallic álfelgum, ST-Line spoilerakitt, ST-Line sportsætum, leðurstýri og gírstangarhnúð, SYNC samskiptakerfi með 4,2“skjá, svartri toppklæðningu, álpedulum og ST-Line innstigshlífum.

Komdu á frumsýningu Ford Fiesta ST-Line í dag, upplifðu og reynsluaktu þessum sportlega bíl.

Skoðaðu Fiesta ST-Line nánar