Ford Kuga söluhæsti tengiltvinn rafbíllinn í Evrópu

Ford Kuga hefur heillað alla Evrópu og er hann nú mest seldi tengitvinn rafbíllinn í Evrópu fyrstu 6 mánuði  ársins 2021. 

Júní var sérstaklega stór en það seldust meira en 6.300 Ford Kuga tengiltvin rafbílar í Evrópu.  Heildarsala Ford Kuga tengiltvinn rafbíla var tæp 16.000 á öðrum ársfjórðungi. Það er þriðjungi meira en einn helsti samkeppnisbíllinn seldist á sama tímabili *.

Þróunin er skýr í Evrópu - eftirspurnin eftir tengitvinn rafbílum fer vaxandi. Á öðrum ársfjórðungi nam sala á tengitvinn rafbílum 8,4% allra nýrra bíla sem seldir voru í Evrópu. Það er aukning um meira en 255% miðað við sama tímabil í fyrra **.

Danir hafa lengi verið hrifnir af Ford Kuga tengiltvinn rafbíl. Undanfarið ár hefur bíllinn nokkrum sinnum verið mest seldi fólksbíll mánaðarins og hann er jafnframt söluhæsti fólksbíllinn fyrri hluta ársins 2021. Glænýjar tölur frá júlí sýna að eftirspurn eftir hinum vinsæla tengiltvinn rafbíl heldur áfram í Danmörku og er Ford Kuga tengiltvinn rafbíll mest seldi tengiltvinn rafbíllinn á danska markaðnum.

Ávinningurinn af tengitvinn rafbíllum er ótvíræður. Ford Kuga tengiltvinn rafbíll er með allt að 56 km drægni á hreinu rafmagni (WLTP). Þessi kílómetrafjöldi á rafmagni dugir lang flestum í daglega notkun en í lengri ferðum tryggir sparneytin bensínvélin að þú getur ekið eins langt og þú þarft án þess að þurfa að hlaða bílinn af rafmagni. Með Powersplit tækninni hleður bíllinn sig sjálfur í lengri ferðum ásamt því að orkan sem fengin er með hemlun er meðal annars notuð til að hlaða inn á rafgeymana.

FordPass samskiptakerfi

Kuga er með innbyggðu FordPass Connect samskiptakerfi (app) sem veitir þér fjölda nýrra eiginleika. Fjarstartaðu bílnum, fáðu 4G Wi-Fi fyrir allt að tíu tæki, sendu áfangastaði beint frá snjallsímanum í leiðsögukerfið í bílnum. Háþróaðar aðgerðir í fjarstýringu gera þér kleift að stjórna og fylgjast með bílnum þínum hvar sem er. Í Ford Kuga tengiltvinn rafbíl geturðu meðal annars skoðað hleðslustöðu bílsins beint úr símanum, fengið skilaboð tengd bílnum og skoðað hleðslustillingar.

Kynntu þér allt um Ford Kuga tengiltvinn rafbíl

Skoðaðu úrvalið í Vefsýningarsalnum 

Ford gæði frá Brimborg

Brimborg býður alla nýja Ford bíla með 5 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð sem gildir fyrir bæði fólksbíla og atvinnubíla Ford.

Með reglulegri þjónustu og 5 ára ábyrgð nýrra Ford bíla tryggir þú þér meira öryggi, lægri rekstrarkostnað, hærra endursöluvirði og hraðari endursölu. Til að viðhalda ábyrgðinni þarf að viðhalda bifreiðinni samkvæmt ferli framleiðanda eins og lýst er í eiganda og þjónustuhandbók bílsins. Mæta þarf árlega eða á 20.000 km fresti í þjónustuskoðun hvort sem á undan kemur tími eða km.

Rafbílar

Brimborg hefur tekið saman ítarlegt efni um hleðslustöðar og hleðsluhraða rafbíla sem og ívilnanir stjórnvalda við kaup á rafbílum. Smelltu á hnappana hér fyrir neðan og kynntu þér málið.

Hagnýtar upplýsingar um hleðslu og hleðsluhraða

Hagnýtar upplýsingar um verð og ívilnanir

 

*
JATO Dynamics, www. Jato.com

**
https://www.acea.auto/fuel-pc/fuel-types-of-new-cars-battery-electric-7-5-hybrid-19-3-petrol-41-8-market-share-in-q2-2021/