Ford Mustang er Rafbíll ársins 2021

Ford Mustang Mach-E útnefndur Rafbíll ársins af tímaritinu Car and Driver

Ford Mustang Mach-E vann nýverið titilinn „Rafbíll ársins" hjá bandaríska tímaritinu Car and Driver. Mustang Mach-E sem er fyrsti hreini rafbíll Ford frá upphafi keppti við þá rafbíla sem eru í boði í Bandaríkjunum sem eru meðal annars frá bílaframleiðendunum Tesla, Audi og Volvo.

Þetta er í fyrsta skipti sem bandaríska tímaritið ‘Car and Driver’ veitir verðlaunin „Rafbíll ársins". TIlnefndir í keppnina voru allir hreinir rafbílar sem eru til sölu í Bandaríkjunum um þessar mundir. Mustang Mach-E keppti meðal annars við þrjár mismunandi gerðir af Tesla, Audi E-Tron, Volvo XC40 og Porsche Taycan. Bílarnir voru allir prófaðir í þrjár vikur, aksturseiginleika þeirra, búnaður, aðgengi, hleðsluhraði og fleira metið - bílunum var meðal annars ekið meira en 2000 km í þessum prófunum. Eftir allar þessar prófanir er Mustang Mach-E stoltur sigurvegari.

- Við erum sannfærð um að þegar bílaframleiðandi þarf að breyta fólki frá því að vera gagnrýnin á rafbíla yfir í að vera aðdáendur rafbíla, þá er enginn betri kostur en Mustang Mach-E. Það er nákvæmlega þetta sem Bandaríkjamenn elska - einstaka hönnun og drægni og hraðhleðslutíma sem er mjög samkeppnishæf, sagði Sharon Carty, aðalritstjóri, Car and Drive.

Mustang Mach-E með Evrópubúnaði og lengri verksmiðjuábyrgð

Ford Mustang Mach-E bílar sem keyptir eru hjá Brimborg eru sérhannaðir fyrir Evrópu með búnaði og gerðaviðurkenningu fyrir Evrópu og uppfylla þannig allar skráningarkröfur í Evrópu. Fjöðrun, stýri og driflína eru aðlöguð að evrópskum aðstæðum. Búnaður er m.a. miðaður við kalt loftslag og drægni miðast við evrópskar WLTP reglur. Leiðsögukerfi með Íslandskorti fylgir Evrópubílum ásamt hleðslukapli með TYPE2 tengi fyrir evrópskar aðstæður.

Ford gæði frá Brimborg

5 ára verksmiðjuábyrgð er á Ford Mustang Mach-E bílum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu sem keyptir eru hjá Ford á Íslandi | Brimborg skv. skilmálum fyrir lengri verksmiðjuábyrgð Brimborgar.

Taktu þátt í rafbílabyltingunni og skiptu í Mustang Mach-E rafbíl

Einfaldaðu rafbílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum, hagstæða fjármögnun, tilboð í hleðslustöð og ráðgjöf við uppsetningu hennar.

Kynntu þér allt um Ford Mustang Mach-E

Pantaðu þinn Ford Mustang Mach-E í dag

Smelltu á Vefsýningarsalinn, skoðaðu úrvalið og pantaðu þér einn Ford Mustang Mach-E , stórkostlegan100% hreinan rafbíl.

Ford Mustang Mach-E í Vefsýningarsalnum