Ford Puma með 5 stjörnu öryggi

Ford Puma fékk hámarks fimm stjörnu öryggisvottun samkvæmt ströngu öryggiskröfunum Euro NCAP.

Ford Puma - þar á meðal tvinnbilsafbrigði undir nafninu Puma EcoBoost Hybrid - er nú einn af átta Ford bílum sem eru með fimm stjörnu öryggi fyrir farþega.

Euro NCAP úthlutar Puma háu öryggismati fyrir farþega, bæði börn og fullorðna með tilheyrandi toppeinkunn í hliðarprófum. Að auki er öryggistækni eins og árekstrarvara (Pre-Collision Assist), hraðatakmörkun og veglínuskynjara mikið hrósað.

Puma er fimmta Ford gerðin sem fær topp einkunn í öryggi í ár.  Á undan voru Focus, Mondeo, Kuga og Explorer Plug-in Hybrid einnig búnir að fá 5 stjörnur.

Nýr Ford Puma kemur vorið 2020 og forsala hefst fljótlega.

Smelltu hér til að kynna þér Ford Puma nánar.