Ford Ranger Raptor er á leiðinni

Tryggðu þér Ford Raptor í forsölu. 
Fyrstu bílarnir koma í apríl.


Ford Ranger kom nýr og endurhannaður á árinu 2019 með nýrra 213 hestafla og 500 Nm vél og 10 gíra sjálfskiptingu og fæst í þremur búnaðarútfærslum, Raptor, Wildtrak og XL.

Raptor


Raptor er goðsögn í pallbílaheiminum og er enginn venjulegur pallbíll. Hann er engum líkur og hannaður til að takast á við erfiðustu verkefni en um leið hlaðinn lúxusbúnaði. Hann er útbúinn sérstökum Off road pakka sem innifelur m.a. sérstyrktan undirvagn og FOX Pro dempara sem gerir aksturinn við jafnvel hinar verstu aðstæður skemmtilegan. Að auki er læsing á afturdrifi og hlífar fyrir vél og eldsneytistank. Útlitið er einstakt með sérstöku Raptor grilli enda með 15 cm meiri sporvídd. Raptor útlit á stuðurum að framan og aftan, dráttarbeisli og XENON ljós svo fátt eitt sé nefnt. Raptor innréttingin er einstaklega glæsileg, þar má nefna sérstaklega Raptor sportsætin sem eru með leður á slitflötum og rúskinn í miðju sætanna.
 

Hannaður til að sigra


Um leið og þú sest í sérsniðin sæti Raptors er þér ljóst að þetta er enginn venjulegur pallbíll. 

Ford Ranger Raptor er með alhliða getu út frá Performance DNA frá Ford sem er í GT ofurbílnum og Focus RS. Sérhönnuð bi-túrbó útgáfa af Ford 2,0 lítra EcoBlue dísilvél hefur verið pöruð við nýja 10 gíra sjálfskiptingu og gírkassa við stýrið. Niðurstaðan er framúrskarandi akstursupplifun. Sérsmíðuð utanvega dekk hjálpa síðan við að hafa fulla stjórn á öllu landslagi; allt frá sandhólum og þykkri drullu yfir í árfarvegi og bratta fjallvegi.  Háþróuð og snjöll tækni veitir einstaka akstursupplifun.  Það eru sex mismunandi stillingar þar sem allir hámarka ógnvekjandi getu bílsins fyrir mismunandi landslag:  Normal fyrir venjulegan akstur, Sport fyrir hraðakstur, Grass, Gravel og Snow fyrir akstur í grasi, möl og snjó,  Mud og Sand fyrir akstur í drullu og sandi, Rock fyrir fjalla og klettaakstur. Svo er það Baja stilling fyrir villta landslagupplifun.