FORD TRANSIT STÓRSÝNING

Ford Transit atvinnubílarnir hafa fengið fjölda verðlauna. Þeir eru harðgerðir, sparneytnir og hafa lága bilanatíðni. Nú er Ford Transit línan enn breiðari, kraftmeiri, fjölbreyttari og umhverfisvænni. 

Mest seldu sendibílar í heimi

Brimborg hefur til fjölda ára selt Ford Transit atvinnubíla. Á síðasta ári var Ford Transit stærsta merkið í flokki sendibíla á heimsvísu. Þeir hafa fengið fjölda verðlauna enda harðgerðir, sparneytnir og þekktir fyrir lága bilanatíðni. Þá eru nýju Euro6 vélarnar í Transit bílunum sparneytnari, aflmeiri, hljóðlátari og menga auk þess minna.

 „Viðskiptavinir okkar hafa í gegnum árin endurnýjað Transit bílana hjá okkur reglulega enda hafa þeir reynst þeim vel. Endursala og endursöluverð hefur einnig verið mjög gott á Ford Transit sem hefur auðveldað bílaskiptin,“ segir Gísli Jón Bjarnason, sölustjóri Ford og Volvo hjá Brimborg.

Transit bílarnir hafa verið hannaðir í samvinnu við notendur í gengum árin sem gerir bílinn, að sögn Gísla Jóns, sérlega þægilegan í allri umgengni. „Hann er því fyrsta flokks vinnuaðstaða enda hafa fyrirtæki og einyrkjar í áratugi sett traust sitt á styrk, virkni og áreiðanleika Ford sendibíla.“

Kynntu þér Ford Transit línuna

Ford Transit Connect lækkar rekstrarkostnaðinn og þar með flutningskostnað. Ford Transit Connect setur ný viðmið í sparneytni, flutningsgetu og endingu.

Transit Custom setur ný viðmið fyrir notkunarmöguleika og hleðslurými, bætir afköstin þín og ásýnd hans mun vekja eftirtekt meðal viðskiptavina þinna. Transit Custom er fyrsti og eini sendibíllinn í sínum flokki sem hefur hlotið fullt hús stjarna í öryggis- og árekstrarprófunum Euro NCAP.

Ford Transit Van er stór og harðgerður. Áreiðanlegur og sveigjanlegur vinnufélagi sem þú getur treyst á. Transit Van er sparneytinn, búinn nýjustu tækni og hagkvæmur í rekstri. Kynntu þér þennan frábæra sendibíl frá Ford.

Ford Transit grindarbílarnir sameina styrk og gæði vörubíla og sveigjanleika og skilvirkni smærri atvinnubíla. Þú velur svo hvernig grindin nýtist þér best. Þannig skapar þú bíl sem hentar þínum þörfum.

Ford Transit Bus hópferðabílar eru fáanlegir 12 til 18 manna. Í sameiningu finnum við hagstæða fyrirtækjalausn fyrir þig.

Komdu á Ford Transit stórsýningu í Brimborg, reynsluaktu og upplifðu Ford!