MUSTANG MACH-E RAFBÍLLINN Á BÍLADÖGUM

Ford Mustang Mach-E rafbíllinn er kominn til landsins og verður á Bíladögum á Akureyri dagana 17.-19. júní og til sýnis og reynsluaksturs hjá Brimborg Akureyri á föstudeginum 18. júní. Komdu!

Kraftmikill, fjórhjóladrifinn, langdrægur rafbíll á Bíladögum

Ford Mustang Mach-E sem verður á Bíladögum er búinn fjórhjóladrifi og 351 hestafla rafmótor sem skilar 580 Nm af togi og kemur bílnum í 100 km hraða á aðeins 5,1 sekúndu. Hann er búinn 98 kWh drifrafhlöðu sem skilar honum drægni upp á 540 km og kemst því auðveldlega frá Reykjavík til Akureyrar á einni hleðslu.

Dagskrá Ford Mustang Mach-E á Bíladögum:

  • 17. júní: Bíla - og tækjasýning - Mustang Mach-E á staðnum
  • 18. júní: Mustang Mach-E til sýnis- og reynsluaksturs frá kl. 16-18 hjá Brimborg Akureyri við Tryggvabraut 5.
  • 19. júní: Götuspyrna - Mustang Mach-E keppir í flokki fjórhjóladrifinna bíla. Ökumaður Jóhann Egilsson, meðlimur í Kvartmíluklúbbnum og Íslandsmeistari 2020 í Formúla 1000.

Goðsögnin rafmögnuð

Það má með sanni segja að blað sé brotið í sögu Ford Mustang sem er goðsögn í bílaheiminum og hefur hingað til aðeins fengist sem tveggja dyra sportbíll. Í fyrsta skipti í 55 ára sögu þessa fræga bílamerkis er ný gerð sett á markað. Og goðsögnin er nú leiðinni til Akureyrar.

Langdrægur ferðarafbíll fyrir alla fjölskylduna í allar ferðir allt árið

Ford Mustang Mach-E er einstakur ferðarafbíll í flokki stærri bíla, rúmir 4,7 metrar að lengd og því feikilega rúmgóður fyrir fimm farþega. Farangursrými að aftan er stórt, 402 lítrar og stækkanlegt með því að fella niður aftursætisbök, að hluta eða öllu leiti. Að auki er hann með farangursrými að framan (frunk) sem er 100 lítrar sem gefur margvíslega möguleika.

„Ford Mustang Mach-E rafbíllinn kemur á hárréttum tíma fyrir orkuskiptin á Íslandi. Smellpassar við íslenskar aðstæður. Langdrægur, fjórhjóladrifinn, rúmgóður ferðarafbíll með jeppalagi og einstaklega mikla drægni á hreinu rafmagni sem kemur allri fjölskyldunni og farangri í einni lotu milli Reykjavíkur og Akureyrar sem er algengt viðmið“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.

Allt að 610 km drægni

Ford Mustang Mach-E fæst í fjórum mismunandi gerðum og með tveimur stærðum af drifrafhlöðu fyrir mismunandi þarfir kaupenda. Með Long Range 98 kWh drifrafhlöðu og afturdrifi er drægnin skv. WLTP staðli allt að 610 km og með fjórhjóladrifi er drægnin 540 km. Með Standard Range 75 kWh drifrafhlöðunni og afturdrifi er drægnin einnig frábær eða 440 km og 400 km þegar valið er fjórhjóladrif. Nóg fyrir öll ferðalög og auðvitað ekkert mál í innanbæjarsnattinu.

Eldsnögg hleðsla

Rannsóknir sýna að langflestir eigendur rafbíla hlaða heima en margir einnig á vinnustað. Ford Mustang Mach-E er með 11 kW innbyggða hleðslustýringu sem gerir honum kleift að taka við þriggja fasa hleðslu (AC) hvort sem er heima eða á vinnustað. Þegar á þarf að halda er hægt að hlaða eldsnöggt í hraðhleðslu. Long Range útfærslan með 98 kWh drifrafhlöðunni getur nýtt sér allt að 150 kW hraðhleðslustöð (DC) og hlaðið frá 10% í 80% á aðeins 45 mínútum. Standard Range 75 kWh útfærsluna er hægt að hlaða frá 10% í 80% á 38 mínútum í allt að 115 kW hraðhleðslustöð.

Hlaðinn þægindabúnaði sem m.a. tryggir alltaf heitan bíl

Ford Mustang Mach-E er hlaðinn staðalbúnaði. Framrúða og hliðarspeglar eru upphituð og farþegarými er alltaf heitt með aðstoð forhitara með tímastilli auk þess sem stýri er upphitað og leðurklætt og fjölstillanleg, framsætin eru upphituð. Þráðlaus hleðsla fyrir farsíma, stór 15,5" snertiskjár, nálægðarskynjarar, lyklalaust aðgengi, Ford pass og sjálfvirk netuppfærsla hugbúnaðar (OTA) svo fátt eitt sé upptalið.

Mustang Mach-E með Evrópubúnaði og lengri verksmiðjuábyrgð

Ford Mustang Mach-E bílar sem keyptir eru hjá Brimborg eru sérhannaðir fyrir Evrópu með búnaði og gerðaviðurkenningu fyrir Evrópu og uppfylla þannig allar skráningarkröfur á því markaðssvæði. Fjöðrun, stýri og driflína eru aðlöguð að evrópskum aðstæðum. Búnaður er m.a. miðaður við kalt loftslag og drægni miðast við evrópskar WLTP reglur. Leiðsögukerfi með Íslandskorti fylgir Evrópubílum ásamt hleðslukapli með TYPE2 tengi fyrir evrópskar aðstæður.

5 ára verksmiðjuábyrgð er á Ford Mustang Mach-E bílum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu sem keyptir eru hjá Brimborg.

Til sölu núna á netinu á frábæru verði

Ford Mustang Mach-E kostar frá 6.890.000 kr. og er nú þegar til sölu á netinu í Vefsýningarsal Brimborgar

SKOÐA ALLT UM MUSTANG MACH-E