NÝR FORD KUGA FRUMSÝNDUR

Komdu á frumsýningu Ford Kuga á laugardaginn og gæddu þér á ilmandi kaffi frá Kaffitár og ís frá Valdísi.

Hæfni og yfirburðir Ford Kuga AWD liggja í öflugu fjórhjóladrifi, mikilli veghæð og einstakri dráttargetu þar sem hann leikandi dregur 2.100 kg. Þú situr hátt í Kuga, aksturseiginleikar eru fyrsta flokks og þægindin í hámarki. Ford Kuga er búinn íslensku leiðsögukerfi, 8“ skjá, Bluetooth, raddstýringu, bakkmyndavél og fimm stjörnu öryggi svo fátt eitt sé nefnt.

Ford Kuga er einstaklega hæfur til að koma þér og þínum hvert á land sem er við hvaða aðstæður sem er.

Ford er frábær! Við viljum að þú upplifir gæði Ford og bjóðum því lengri og betri reynsluakstur.  Skráðu þig í reynsluakstur og þú gætir fengið frí afnot af Ford í þrjá mánuði.

Komdu í Brimborg, reynsluaktu og upplifðu Ford!

Skoðaðu nýjan Ford Kuga nánar