Mustang Mach-E
Alvöru rafmögnuð frammistaða!

Mustang Mach-E 100% hreinn rafbíll

5 dyra

Verð frá 8.490.000 kr.
Eyðsla frá 19,5 kWh l/100

Ford Mustang Mach-E rafbíll, fjórhjóladrifinn með frábæra drægni á hreinu rafmagni

Ford Mustang Mach-E er 100% hreinn rafbíll, frábær ferða- og fjölskyldubíll frá Ford með magnaða aksturseiginleika. Mustang er sannkölluð goðsögn í bílaheiminum og nú er hann alrafmagnaður. Hann er einstaklega vel hannaður fyrir íslenskar aðstæður; langdrægur, rúmgóður draumaferðarafbíll með 98 kWh drifrafhlöðu sem veitir mikla drægni og eldsnögga hraðhleðslu. Hann er gríðarlega kraftmikill, hraðskreiður og fjórhjóladrifinn.

Mustang Mach-E er alla jafn fáanlegur í tveimur útfærslum en hægt er að sérpanta aðrar útfærslur, til dæmis afturdrifinn.

Mustang Mach-E LR AWD Mustang Mach-E GT LR

Langdrægur Mustang Mach-E LR AWD

  • Öflugt fjórhjóladrif og klár í vetraraksturinn
  • Kraftmikill 351 hestöfl og 580 Nm tog
  • Hraðskreiður 5,1 sek í 100 km/klst
  • Stór 99 kWh drifrafhlaða með eldsnögga hraðhleðslu
  • Framúrskarandi 550 km drægni

Senda fyrirspurn beint á söluráðgjafa

Einstaklega kraftmikill með fjórhjóladrifi

Þú finnur um leið þegar þú sest undir stýri að þetta er Mustang. Aksturseiginleikarnir eru einstakir og sérstaklega hannaðir fyrir evrópskar aðstæður þar sem stýri og fjöðrun hafa verið löguð að aðstæðum. Fjórhjóladrifið er rafknúið með tveimur mótorum (Dual Motor AWD) þar sem rafmótor er þá bæði á framöxli og afturöxli. Veghæðin er 14,7 sm. og dráttargeta er 750 kg.

Þægindi og glæsileiki að innan

  • Rúmgóður draumaferðarafbíll
  • Magnaður 15,5" snertiskjár
  • Alltaf heitur! Með forhitara, upphitað stýri og hita í framrúðu
  • Leðurklædd sæti sem eru fjölstillanleg og upphitanleg
  • B&O hljómtæki með 10 hátölurum í boði
  • Lyklalaust aðgengi og ræsing
  • Þráðlaus hleðsla fyrir farsíma
  • Tvískipt (60/40) aftursæti
  • 402 lítra farangursrými upp að toppi baksæta, 1420 lítra með niðurfelld baksætin
  • Auka 100 lítra farangursrými að framan (frunk)
  • Litastilling á innilýsingu

Mustang Mach-E er stór og stæðilegur bíll sem rúmar auðveldlega 5 manns í sæti og mikið farangursrými enda heildarlengd 4,713 m og breiddin er 1,881 m.

Ómótstæðileg, sportleg hönnun

  • Goðsagnakennt, sportlegt Mustang útlit
  • Sportlegar álfelgur
  • LED ljós að framan og aftan gefa einstaka ásýnd
  • Leðurklædd sæti sem eru fjölstillanleg og upphitanleg
  • Dökkar rúður
  • Vindskeið að aftan
  • Glæsilegir litir

Endalaus öryggisbúnaður

  • Árekstrarvari með bæði myndavél og radar og nemur bíla, gangandi- og hjólandi vegfarendur
  • Hraðastillirinn er fjarlægðarstillanlegur með Stop&Go
  • Veglínuskynjari
  • Akreinamiðjun
  • Umferðaskiltalesari
  • BLIS aðvörunarkerfi fyrir hliðarumferð
  • Cross Traffic Alert kerfi fyrir umferð sem þverar akstursleið
  • Nálægðarskynjarar að framan
  • Bakkmyndavél og 360 gráðu myndavél er í boði sem hluti aukapakka.
  • Stop & Go snjallhemslun og inngjöf Intelligent Active Park Assist greinir viðeigandi hornrétt eða samsíða bílastæði og stýrir síðan bílnum þar inn, eina sem þú þarft að gera er að stjórna hraðanum og bremsa. Er í boði sem hluti aukahlutapakka

Leiðandi stafræn tækni í mælaborði

Ford Mustang Mach-E er búinn nýjustu stafrænni tækni og er meðal annars með stóran, 15,5" snertiskjá í miðju mælaborðs og annan minni 10,2" skjá fyrir aftan stýri. Hann er einnig búinn:

  • SYNC4 samskiptakerfi Ford með raddstýringu
  • leiðsögukerfii
  • Android Auto
  • Apple Car Play
  • App link
  • FordPass appinu
  • Power Trip leiðarvali
  • Nýjustu tækni til uppfærslu yfir netið (OTA) sem gerir það að verkum að öll nýjasta tækni verður alltaf til reiðu á líftíma bílsins
  • Samskipti við SYNC 4 kerfið geta farið fram með einföldum raddskipunum eða með 15,5 ”snertiskjá.

FordPass Connect verður enn öflugra þegar bíllinn er paraður við snjallsímann þinn í gegnum FordPass app. Það er stútfullt af nýjum eiginleikum. Þú getur til dæmis notað símann til að finna bílinn og fjarstýrt læsingu og opnun. Það er einnig hægt að sjá stöðuna á rafhlöðunni og fundið næstu hleðslustöð. FordPass sýnir líka akstur í kílómetrum, dekkjaþrýsting og birtir viðvaranir um ástand bílsins í símanum þinn. Svo er hægt að skipuleggja ferðina fyrirfram og senda hana í bílinn áður en lagt er af stað.

Margar akstursstillingar og mikil hröðun auka skemmtunina

Ford Mustang Mach-E býður upp á þrjár akstursstillingar, Engage, Whisper og Unbridled auk þess sem hann býður upp á "One Pedal Drive". Hröðun er frá 5,1 sekúndu í 100 km. hraða. Þú situr hátt með gott útsýni og sætin halda vel um þig þegar þú gefur Mustangnum inn.

Hraðskreiður og hreinilega magnaður Mustang Mach-E GT LR 

  • Kraftmikill 487 hestöfl, 860 Nm tog og fjórhjóladrifinn
  • Hraðskreiður 3,7 sek í 100 km/klst
  • Magnaðir aksturseiginleikar
  • Stór 99 kWh drifrafhlaða og snögg hraðhleðsla
  • Bang & Olufsen hljómtæki með 10 hátölurum og innbyggðri hljóðstöng í mælaborði.
  • Drægni allt að 490 km skv. WLTP

Magnaðir GT aksturseiginleikar

Ford Mustang Mach-E GT er kraftmikill og hraðskreiður, fjórhjóladrifinn 100% hreinn rafbíll með magnaða aksturseiginleika. Hann er 487 hestöfl, togið er 860 Nm og upptakið aðeins 3,7 sek í 100km hraða enda bregðast báðir rafmótorarnir strax við og auka til muna stöðuleika bílsins.
Advanced MagneRide aðlögunarhæfa fjöðrunarkerfið gerir hann að alveg einstakleg skemmtilegum akstursbíl og Bremo hemlakerfið tryggir öryggið. 

GT útlitið er einstaklega sportlegt bæði að innan og utan. Sérstakt GT-útlit að utan, panorama glerþak og 20" álfelgur gera bílinn virkilega flottan og er hann sportlegasti rafmagnsbíllinn á markaðnum í dag. Glæsileg Ford Performance sæti með rúskinnsáklæði, GT sportstýri og pedalar gera bílinn sérstaklega flottan að innan. Til að toppa þetta allt þá er hann búinn Bang & Olufsen hljómtækjum með 10 hátölurum og innbyggðri hljóðstöng í mælaborði.

Fáðu nýjan Ford Mustang Mach-E í langtímaleigu

Hentar kannski betur að leigja bílinn og borga þá hagstætt mánaðarlegt leigugjald fyrir afnot af þessum glæsilega bíl, hafðu ekki áhyggjur af notaða bílnum því við tökum hann uppí og staðgreiðum þér andvirði hans.

Senda fyrirspurn beint á söluráðgjafa

 

Mustang Mach-E með Evrópubúnaði og lengri verksmiðjuábyrgð

Ford Mustang Mach-E bílar sem keyptir eru hjá Brimborg eru sérhannaðir fyrir Evrópu með búnaði og gerðaviðurkenningu fyrir Evrópu og uppfylla þannig allar skráningarkröfur í Evrópu. Fjöðrun, stýri og driflína eru aðlöguð að evrópskum aðstæðum. Búnaður er m.a. miðaður við kalt loftslag og drægni miðast við evrópskar WLTP reglur. Leiðsögukerfi með Íslandskorti fylgir Evrópubílum ásamt hleðslukapli með TYPE2 tengi fyrir evrópskar aðstæður.

Ford gæði frá Brimborg

5 ára verksmiðjuábyrgð er á Ford Mustang Mach-E bílum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu sem keyptir eru hjá Ford á Íslandi | Brimborg skv. skilmálum fyrir lengri verksmiðjuábyrgð Brimborgar.

Taktu þátt í rafbílabyltingunni og skiptu í Mustang Mach-E rafbíl

Einfaldaðu rafbílakaupin. Láttu okkur sjá um allt, uppítöku á gamla bílnum, hagstæða fjármögnun, tilboð í hleðslustöð og ráðgjöf við uppsetningu hennar.

Hleðsla heima eða með hraðhleðslu

Bíllinn er með innbyggða 11 kW hleðslustýringu og er hægt að hlaða með AC hleðslu (venjulegri hleðslu heima, í vinnu eða annarsstaðar) eða með DC hleðslu (Hraðhleðslu) t.d. í langkeyrslu út á landi.

Ford Mustang kemur með vali um tvær stærðir drifrafhlöðu. Annars vegar 75 kWh (Standard Range) og hins vegar 98 kWh (Long Range). Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því að hlaða í 100% í hvert sinn sem þú hleður í AC hleðslu því Ford lætur stjórnkerfi drifrafhlöðunnar stýra hámarkshleðslu. Vegna þessa er nýtanleg nettóstærð Standard Range rafhlöðunnar 68 kWh og nettó stærð Long Range rafhlöðunnar er 88 kWh en uppgefin drægni er ávallt miðuð við nettóstærð drifrafhlöðunnar. Það gerir það að verkum að raundrægni er mjög nálægt uppgefinni drægni þó vert sé að nefna að margvíslegar aðstæður hafa alltaf áhrif á drægnina.

Í venjulegri AC hleðslu hleður þú Standard Range rafhlöðuna á 5,7 klukkustundum frá 10% í 80% og Long Range rafhlöðuna hleður þú á 7,2 klukkustundum frá 10% í 80%.

Snögg hraðhleðsla í allt að 150 kW hraðhleðslustöð (DC)

Standard Range drifrafhlaðan tekur við allt að 115 kW hraðhleðslu og tekur um 38 mínútur að hlaða úr 10% hleðslu í 80%. Long Range drifrafhlaðan tekur við allt að 150 kW hraðhleðslu og tekur um 45 mínútur að hlaða úr 10% í 80%. Stýrikerfi rafhlöðunnar stoppar hraðhleðslu við 80% til að tryggja langan líftíma hennar. Með hraðhleðslunni getur þú líka skotið inn á drifrafhlöðuna 70-90 km viðbótardrægni á aðeins um 10 mínútum eftir stærð rafhlöðu og aðstæðum.

Drægni og áhrifaþættir

Við akstur nýtir bíllinn stöðuorku til að hlaða inn á drifrafhlöðuna m.a. þegar dregið er úr hraða eða þegar ekið er niður brekku og eykur það drægni bílsins. Það eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á drægni rafbíla og marga þeirra getur þú sem ökumaður haft áhrif á til bætingar.

  • Aksturshraði: Hann hefur áhrif á drægni. Orkunotkun er minni á lægri hraða
  • Aksturslag og akstursskilyrði: Þeir þættir hafa áhrif á drægni. Mjúk hröðun og rétt notkun hemla eða rafbremsu sparar orku og eykur drægni
  • Veður: Útihitastig, vindur og notkun á miðstöð vegna þessa hefur áhrif á drægni. Að forhita bílinn áður en lagt er af stað hjálpar við að spara orku og auka drægni því þá þarf ekki að nota raforku rafhlöðunnar til að hita upp bílinn

Ítarupplýsingar um hleðslu rafbíla og ívilnanir við kaup

Brimborg hefur tekið saman ítarlegt efni um hleðslustöðar og hleðsluhraða rafbíla sem og ívilnanir stjórnvalda við kaup á rafbílum.  Smelltu á hnappana hér fyrir neðan og kynntu þér málið.

Söluráðgjafar Ford veita alla ráðgjöf um hleðslu og uppsetningu hleðslustöðva. Hleðslutími getur verið breytilegur af margvíslegum ástæðum t.d. eftir því hvernig tengillinn er, eftir því hversu öflug hleðslustöð er notuð og hversu öflug innbyggða hleðslustýring bílsins er. Einnig hefur hitastig rafhlöðu og útihitastig ásamt álagi hleðslustöðvarinnar sjálfrar áhrif. Sérfræðingar mæla með hleðslu raf- og tengiltvinnbíla með heimahleðslustöðvum og helst ekki nota venjulega heimilistengla enda eru þeir ekki ætlaðir til langtímahleðslu.

Smelltu á hnappana fyrir ítarupplýsingar.

Hagnýtar upplýsingar um hleðslu og hleðsluhraða

Hagnýtar upplýsingar um verð og ívilnanir

Hvað kostar að setja upp hleðslustöð

Hvað kostar að hlaða rafbíl