Ford Explorer Plug-In Hybrid
- væntanlegur vor 2020

Explorer Plug-In Hybrid

5 dyra, AWD

Verð frá Væntanlegur kr.

Ford Explorer er 7 sæta lúxusjeppi sem hentar í ferðir á fjöll, veiði eða til að leita uppi önnur ævintýri. Nú hefur Ford kynnt Explorer nýja frá grunni sem mun koma í Plug-In hybrid útgáfu vorið 2020. Smelltu á hnappinn "Hafðu samband" til að fá alltaf nýjustu upplýsingar.

Einstaklega glæsileg hönnun og ríkulegur búnaður 

Nýi Ford Explorer er byggður fyrir styrk, þægindi og skilvirkni. Sérhvert smáatriði er úthugsað til að tryggja lúxustilfinningu, hvort sem þú ert að aka um í borginni eða í meira krefjandi landslagi. Hann er með 10,1 tommu snertiskjá, nýjustu útgáfuna af SYNC 3, með FordPass Connect tengingu, B & O hljóðkerfi og 12 hátalara þannig að aksturinn verður einstaklega skemmtilegur.

Ford Explorer,  tengiltvinn lúxusjeppinn hlaðinn lúxusbúnaði eins og bakkbremsuaðstoð,  hraðastilli með Stop & Go, umferðaskiltalesara og veglínuskynjara, árekstrarvara að framan og öryggisbúnað sem m.a. skynjar gangandi og hjólandi vegfarendur til að tryggja öryggi.

Nýr Ford Explorer verður með 3,0 EcoBoost V6 bensínvél auk rafmótors og 10 gíra sjálfskiptingu og 13,1-kWh rafhlöðu sem samanlagt skila 450 heöstölfum og hvorki meira né minna en 840NM togi. Drægni á rafmagninu einu saman er átætluð um 40 km drægni á hreinu rafmagni. Styrkur Explorer, mikið afl og öflug sjálfskiptingin leyfir mikla dráttargetu eða um 2.500 kg.

Pláss fyrir allt og alla

Ford Explorer er einstaklega rúmgóður og með lúxusrými fyrir 7 manns í þremur sætaröðum og því er nóg pláss fyrir alla og risastórt farangrsrými og þegar aftasta sætaröðin er felld niður þá mælist farangursrýmið 2.274 lítrar. Innra rýmið býður upp á 123 lítra geymslupláss um allan bílinn sem gefur öllum farþegum gott pláss fyrir sig og sína hluti.  Þar með eru taldir 12 glasahaldarar. 

Hafðu samband með því að smella á rauða hnappinn og fylgstu með nýjum Ford Explorer Plug-In Hybrid.

 

 

Kynntu þér Ford Explorer Plug-In Hybrid betur

SYNC samskiptakerfi

Ford SYNC samskiptakerfið með Bluetooth og neyðarhringingu er staðalbúnaður.

SYNC neyðarhringing í 112

Ford SYNC er líka öryggisbúnaður. Ef maður lendir í óhappi þá hringir SYNC sjálfkrafa í 112 og sendir nákvæm GPS hnit bílsins.

Ford stendur fyrir [gæði og áreiðanleika]

Ford stendur fyrir gæði og áreiðanleika

Ford var stofnað árið 1903 af Henry Ford. Allt frá fyrstu árum hefur Ford verið frumkvöðull í bílaiðnaðinum. Ford bílar eru þekktir um heim allan fyrir fyrsta flokks gæði, framúrskarandi aksturseiginleika og breiða vörulínu.

Heillar þessi bíll þig? Við hvetjum þig til að koma í Ford sýningarsalinn og fá að prófa hann. Smelltu hér til að sjá hvar við erum til húsa og upplýsingar um opnunartíma.