FORD KUGA
- Grípur augað og hreyfir við ímyndunaraflinu.

Kuga

5 dyra

Verð frá 6.190.000 kr.
Eyðsla frá 1,4 l/100
CO₂ losun frá 32 g/km

Ford Kuga er fáanlegur með tveimur mismunandi vélum sem eru einstaklega sparneytnar og með lága CO2 losun. Annars vegar rafmagns/bensín tengiltvinnvél með framdrifi og hins vegar er það aflmikil dísilvél með fjórhjóladrifi.  Í báðum tilfellum er um sjálfskipta bíla að ræða.

Nýr Ford Kuga tengiltvinn er með nýjustu Plug-in Hybrid rafmagnstækni Ford sem býður upp á hreina, hljóðláta og fágaða jeppanálgun. Hann er stútfullur af snjöllum lausnum og hönnun sem er úthugsuð fyrir virkan lífsstíl.

Vefsýningarsalur Brimborgar

Skoðaðu Ford Kuga í vefsýningarsal Brimborgar, veldu bílinn sem þér hentar og sendu okkur fyrirspurn. Smelltu á rauða hnappinn "Hafðu samband" til að taka frá bíl eða fá nánari upplýsingar hjá söluráðgjafa, sem svarar um hæl.

Aflmikil dísilvél með fjórhjóladrifi

Aksturseiginleikar Ford Kuga með aflmikilli dísilvél sem er 190 hestöfl með fjórhjóladrifi eru fyrsta flokks og þægindin í hámarki. Hann hefur mikla dráttargetu eða allt að 2.100 kg með 2,0 lítra dísilvélinni. Hinn nýi Ford Kuga er hið fullkomna farartæki fyrir ævintýrin, sumar sem vetur. Nýr Ford Kuga er einstaklega hæfur til að koma þér og þínum hvert á land sem er við hvaða aðstæður sem er.  Hann býður upp á mikla veghæð eða 19,6 cm. sem kemur sér ekki aðeins vel í snjó og við erfiðari aðstæður því þú situr líka hærra og það er mun þægilegra að ganga um bílinn, þú stígur út en ekki upp úr bílnum. 

Tengiltvinn rafbíll | Plug-in Hybrid

Ford Kuga er knúinn með rafmagni og bensíni sem samtals gefa 225 hestöfl, hann notar tvo aflgjafa til að koma þér á áfangastað.

Þú getur farið allt að 56km við bestu aðstæður með núlllosun á CO2. Þessi kílómetrafjöldi á rafmagni dugir lang flestum í daglega notkun en í lengri ferðum tryggir sparneytin bensín vélin að þú getur ekið eins langt og þú þarft án þess að þurfa að hlaða bílinn af rafmagni. Með Powersplit tækninni hleður bíllinn sig sjálfur í lengri ferðum ásamt því að orkan sem fengin er með hemlun er meðal annars notuð til að hlaða inn á rafgeymana. Í lengri ferðum er bíllinn jafnvel fullhlaðinn þegar þú kemur á áfangastað.

Drifrafhlaðan er 14,4 kWh og hleðslutími í fulla hleðslu er aðeins um 3,5 klst.

FordPass samskiptakerfi

Kuga er með innbyggðu FordPass Connect samskiptakerfi (app) sem veitir þér fjölda nýrra eiginleika. Fjarstartaðu bílnum, fáðu 4G Wi-Fi fyrir allt að tíu tæki, sendu áfangastaði beint frá snjallsímanum í leiðsögukerfið í bílnum. Háþróaðar aðgerðir í fjarstýringu gera þér kleift að stjórna og fylgjast með bílnum þínum hvar sem er. Í Ford Kuga með tengiltvinnvél geturðu meðal annars skoðað hleðslustöðu bílsins beint úr símanum, fengið skilaboð tengd bílnum og skoðað hleðslustillingar.

SYNC 3 raddstýrt samskiptakerfi

Ford SYNC 3 er háþróað raddstýrt samskiptakerfi sem gerir þér kleift að vera tengdur og stjórna símanum, tónlistinni og leiðsögukerfinu með eigin rödd. SYNC 3 tengist einnig Apple CarPlay og Android Auto og með AppLink geturðu nálgast nokkur af uppáhalds forritunum þínum á snjallsímanum.

Nýr Ford Kuga

Verndar þig

Ford Kuga er búinn margvíslegum snjöllum búnaði sem er hannaður til að vernda þig, fjölskyldu þína og aðra vegfarendur. Árekstrarvari lætur þig vita um mögulega árekstrarhættu og stöðugleikastýring með spólvörn hjálpar þér að viðhalda gripi og stöðugleika.  Ford Kuga er einnig búinn veltivörn.

Verndar gangandi vegfarendur

Árekstrarvari aðstoðar við að greina gangandi vegfarendur, notar myndavél til að skanna veginn framundan. Ef árekstrarhætta er greind gefur kerfið frá sér aðvörun. Ef ökumaður bregst ekki við í tíma getur kerfið sjálfkrafa hemlað með allt að fullri hemlunargetu til að draga úr alvarleika eða koma alveg í veg fyrir árekstur að framan.

Tilbúinn í allt

Fáguð, nútímaleg hönnun að utan. Aðlögunarhæft innanrými og tvískipt aftursæti Kuga tryggja að þú hafir allt það rými sem þú þarft. Farangursrýmið er 405 lítrar. Aftursætin eru á sleða þannig að þegar það vantar meira pláss þá er hægt að stækka farangursrýmið um 67 lítra með því að færa sætin fram. Farangursrýmið er svo 1532 litrar þegar aftursætin eru lögð niður. 
Hinn nýi Ford Kuga er hið fullkomna farartæki fyrir ævintýrin, sumar sem vetur. Hann býður upp á mikla dráttargetu eða allt að 2.100 kg með 2,0 lítra dísilvélinni og 1.500 kg með rafmagns/bensín tengiltvinnvélinni. 

Fimm stjörnu öryggi

Ford heldur áfram að fá bestu mögulegu einkunn í öryggismálum.  Nýr Ford Kuga er í hópi þeirra bíltegunda sem hlotið hafa topp einkunn, fimm stjörnu öryggisvottun Euro NCAP.

Ford gæði frá Brimborg

Brimborg býður alla nýja Ford bíla með 5 ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.  Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð sem gildir fyrir bæði fólksbíla og atvinnubíla Ford.

Með reglulegri þjónustu og 5 ára ábyrgð nýrra Ford bíla tryggir þú þér meira öryggi, lægri rekstrarkostnað, hærra endursöluvirði og hraðari endursölu. Til að viðhalda ábyrgðinni þarf að viðhalda bifreiðinni samkvæmt ferli framleiðanda eins og lýst er í eiganda og þjónustuhandbók bílsins. Mæta þarf árlega eða á 20.000 km fresti í þjónustuskoðun hvort sem á undan kemur tími eða km.

Rafbílar

Tryggðu þér rafbíl á lægra verði! Um áramótin lækkar ívilnun á virðisaukaskatti á tengiltvinn rafbílum sem þýðir hækkun upp á 480.000 kr.

Brimborg hefur tekið saman ítarlegt efni um hleðslustöðar og hleðsluhraða rafbíla sem og ívilnanir stjórnvalda við kaup á rafbílum.  Smelltu á hnappana hér fyrir neðan og kynntu þér málið.

Hagnýtar upplýsingar um hleðslu og hleðsluhraða

Hagnýtar upplýsingar um verð og ívilnanir

Kynntu þér Nýjan Ford Kuga betur

Nýr Ford Kuga

Ford Kuga Plug-in Hybrdid