60 ára afmælissýning Ford Mustang

🎉 Íslenski Mustang klúbburinn og Ford á Íslandi halda sýningu í húsnæði Brimborgar að Bíldshöfða 6 laugardaginn 4. maí frá 10-16.

 

Það eru félagar íslenska Mustang klúbbsins sem kynna bíla sína, en útgáfurnar eru fjölmargar og skemmtilega fjölbreytilegar. Á meðal bílanna verður Mustang Shelby GT-500 frá 2021 sem nýjasti Shelby GT-500 landsins. Elsti Ford Mustang landsins verður einnig til sýnis. Sá var framleiddur 8. maí 1964, eða einungis þremur vikum eftir að Ford Mustang kom fyrst á markað.

 

Samtals verða hér um 35 dýrmætustu og sjaldgæfustu Ford Mustang bílar landsins, svo hér verður mikið um dýrðir.

Orkan verður á svæðinu með lukkuhjól, Bílorka sýnir hleðslulausnir, Mustang/Ford varningur verður til sölu á góðu verði, plaköt fyrir krakkana (nú eða fullorðna), og síðast en ekki síst gos og súkkulaði fyrir gesti og gangandi!

 

Verið velkomin á laugardag, við hlökkum til að sjá ykkur og sýna Ford Mustang gæðingana sem eru auðvitað stjörnur sýningarinnar.

Brimborg á auðvitað líka 60 ára afmæli á árinu og því er þetta einstaklega gleðilegt tilefni í alla staði. Við hlökkum til að sjá alla Ford Mustang aðdáendur og bílaunnendur á sýningunni 🎈