Goðsögnin Ford Mustang er 60 ára!

Nú fagna aðdáendur Ford Mustang um allan heim því 60 ár eru liðin frá því að fyrsti bíllinn var framleiddur! Hann vekur upp í hugum margra minningar um gleði, frelsi, kraft og snert af uppreisn, enda löngu kominn í tölu goðsagnarkenndra bílategunda.

Mustang var fyrst kynntur fyrir almenningi á heimssýningunni í New York þann 17. apríl 1964. Hann skaraði þar algjörlega fram úr og setti sölumet á fyrsta árinu þegar meira en 418.000 eintök seldust. Ford hefur svo auðvitað ekki slegið af bensíngjöfinni á Mustang síðan þá.

Til að fagna sex áratuga samfelldri framleiðslu á Mustang tilkynnti Ford nú á dögunum þrjár nýjar útgáfur fyrir Evrópu.

  • Nýjan Mustang California Special sem er nútímaleg útfærsla á bíl sem fyrst var kynntur til sögunnar árið 1968.
  • Nýjan Mustang GT Nite Pony
  • Nýja útfærslu á Mustang Mach-E í rallýútfærslu.

Nýir Mustang, sami andinn

Að innan heldur California Special áfram með líflega þemað með Navy Pier áklæði og Ebony Black leðursætum, með tvílitum Raptor Blue og Metal Grey saumum sem liggja um mælaborð, hurðir, stýri og fleira. Hægt verður að panta Mustang California Special með vali um sex gíra beinskiptingu eða 10 gíra sjálfskiptingu fyrir 5,0 lítra V8 vélina.

Nýja Nite Pony útfærslan verður með vali um beinskiptingu eða sjálfskiptingu fyrir 5,0 lítra V8. Hægt verður að fá Ebony Black-lakkaðar álfelgur, svart þak auk fleiri svartra hluta, en einnig verður bíllinn með svörtu Pony merki að framan og aftan.

Tilbúinn bæði á malbikið eða torfærurnar

Viðskiptavinir í Evrópu geta nú bráðlega pantað hinn byltingarkennda Mustang Mach-E Rally. Sjón er sögu ríkari!

Mustang Mach-E Rally er með tvíbreiðum kappakstursröndum, einstökum framenda, stórkostlegum afturenda og 19 tommu, gljáandi hvítum álfelgum sem innblásnar eru af langri sögu Ford í rallýkeppnum.

Fjórhjóladrifin rafdrifin aflrásin skilar 950 Nm togi og 486 hestöflum, auk þess sem sérstillta fjöðrunin er 20 mm hærri en á Mustang Mach-E GT.

Ford staðfesti einnig í dag að Mustang GTD, djarfasti og háþróaðasti Mustang frá upphafi, er að koma til Evrópu.

Þessi ofurbíll býður upp á háþróaða tækni, þar á meðal virka loftaflfræði og hálfvirka fjöðrun, en aðeins takmarkaður fjöldi bíla verða til sölu.

Goðsögnin er búin að vera 60 ár í mótun

Síðan 1964 hafa meira en 10 milljónir Mustang bíla verið seldir til sjö kynslóða. Hinn goðsagnakenndi sportbíll hefur komið fram í þúsundum þátta í kvikmyndum, sjónvarpi, tónlist og tölvuleikjum og er orðinn vinsælasta farartæki heims á Facebook.

Mustang hefur einnig unnið marga sigra í akstursíþróttum um allan heim. Keppnisandinn hjá Mustang heldur áfram til þessa dags með Mustang Dark Horse Spec R, GT4 og Mustang GT3 sem mun leiða endurkomu Ford til 24 Hours of Le Mans í sumar.