Ford Bronco
- Goðsögnin snýr aftur -

Bronco

Sérpöntun
Eyðsla frá 13.9 l/100
CO₂ losun frá n/a g/km

Ford Bronco er Íslendingum mjög vel kunnugur enda var hann óhemjuvinsæll fyrir nokkrum áratugum og hans helstu aðdáendur hafa engu gleymt. Hönnuðir nýja Ford Bronco sóttu innblástur í gamla útlitið frá árinu 1966 og héldu í hrátt yfirbragð og ævintýraandann sem vissulega liggur yfir jeppanum.

Allt frá árinu 1966 þegar Ford Bronco kom fyrst fram á sjónarviðið hefur jeppinn verið táknmynd frelsis og ævintýra. Líkt og forðum daga er auðvelt fyrir notendur að breyta jeppanum eftir aðstæðum hverju sinni. Til dæmis er hægt að fjarlægja hurðir og þak af bílnum.

Skoðaðu alla Ford Bronco í Vefsýningarsalnum

Sex G.O.A.T akstursstillingar

Þessi skemmtilega skammstöfun, G.O.A.T, stendur á ensku fyrir "Goes Over All Terrain", sem þýða mætti á íslensku sem "Kemst yfir hvers kyns torfærur". Ford Bronco bílarnir eru almennt búnir mörgum mismunandi G.O.A.T akstursstillingum og útfærslan sem eru í boði núna, Wildtrak, er með sex stillingar sem nánar er fjallað um neðar á síðunni. Sem dæmi má nefna "Rock climb" grjótklifursstillingu og "Slippery" hálkustillingu. 

Öflugt H.O.S.S. fjöðrunarkerfi

H.O.S.S skammtstöfunin stendur á ensku fyrir "High-speed Off-road Suspension System", sem þýða mætti á íslensku sem "Fjöðrunarkerfi fyrir hraðakstur í erfiðum aðstæðum". Líkt og með G.O.A.T akstursstillingarnar er mismunandi útgáfa af fjöðrunarkerfinu í hverri útfærslu af bílnum og lesa má nánar um fjöðrunina í Ford Bronco Wildtrak neðar á síðunni. H.O.S.S fjöðrunarkerfið er framleitt í fjórum útgáfum, 1.0 - 4.0, og er misöflugt, enda eru búnaðarútfærslurnar í Ford Bronco ætlaðar til mismunandi nota. 

Rafdrifnar læsingar á fram- og afturdrifi

Það skiptir auðvitað miklu máli að hafa sem besta stjórn á bílnum í torfærum og erfiðum aðstæðum og þar koma rafdrifnar læsingar á fram- og afturdrifi í Ford Bronco sterkar inn. Þær gera það að verkum að bæði hjólin á sama öxli snúast á sama hraða og dreifa aflinu jafnt til að gera aksturinn auðveldari. 

330 hestöfl, 10 gíra sjálfskipting

Það vantar auðvitað ekki afl í Ford Bronco! Ford Bronco Wildtrak er 330 hestöfl enda bíllinn fær í flestan sjó með tog upp á 557 Nm. Hér er svo algjörlega vert að nefna eiginleika eins og sérstaka beygjuaðstoð og hraðastilli fyrir krefjandi akstur (Trail Turn Assist og Trail Control) Beygjuaðstoðin minnkar beygjuradíusinn í hægakstri og auðveldar þannig aksturinn. Trail Control hraðastillirinn er sérstaklega ætlaður til að auka þægindi í hægakstri í erfiðum aðstæðum. En rúsínan í pylsuendanum er án efa svokallaður eins fetils akstur (1 Pedal Drive) sem gerir ökumanni kleift að keyra auðveldlega löturhægt og stöðva bílinn án þess að stíga á bremsuna, en það hjálpar aldeilis mikið til þegar reynir á bíl og ökumann í krefjandi aðstæðum. 

Ford Bronco Wildtrak

Ford Bronco Wildtrak er stórkostlegur bíll bæði innan- og utanbæjar. Hann er auðvitað hannaður til að standa sig sem allra best á ójöfnum og krefjandi fjallavegum eða við misgóð akstursskilyrði en það kemur á óvart hversu þægilegur hann er einnig innanbæjar. 

Ford Bronco Wildtrak er hlaðinn framúrskarandi búnaði. Hann er 330 hestöfl, með 2.7L EcoBoost vél og tíu gíra sjálfskiptingu. Hann er með diskabremsur á öllum hjólum með ABS og skriðvörn, auk H.O.S.S. 2.0 fjöðrunar með Bilstein dempurum. Rafdrifin læsing er á fram- og afturdrifi og bíllinn er á 17" álfelgum með 35" Mud-Terrain dekkjum.

Ford Bronco er að sjálfsögðu einstakur þegar kemur að akstri í erfiðum aðstæðum. Hann er búinn bæði sérstakri beygjuaðstoð og hraðastilli fyrir krefjandi akstur (Trail control / Trail assist) og er með möguleikanum á eins fetils akstri (Trail 1-Pedal Drive), fólki til ómældra þæginda.  

Það sem er óneitanlega spennandi við Ford Bronco eru stillanlegir akstursmátar og fjöðrun (Terrain Managemant System), svokallaðar G.O.A.T (Goes Over All Terrain) stillingar. Í Wildtrak útgáfunni eru: Normal, Sport, Eco, Slippery, Sand, Mud/Ruts stillingar til að leika sér með.   

Innréttingin er með hágæða Wildtrak leðuráklæði, upphitanlegum framsætum og rafdrifnu ökumannssæti sem er stillanlegt á tíu vegu. Einnig fer vel um fólk í farþegasætinu því það er einnig rafdrifið og stillanlegt á átta vegu. Ökumaður og farþegar njóta svo Bang&Olufsen hljóðkerfis sem er með tíu hátalara og bassakeilu.

Að utan er Ford Bronco Wildtrak með ýmis skemmtileg útfærsluatriði, til dæmis er hægt að fjarlægja hurðir og toppinn af bílnum. Afturhlerinn opnast til hliðar í allt að 150° sveiflu, það eru dráttaraugu í fram- og afturstuðara, útihitamælir, upphitaðir speglar og WildTrak-grafík á húddinu, svo eitthvað sé nefnt.

Hér er alls ekki allt upptalið sem finna má í Ford Bronco Wildtrak og við bendum fólki á að skoða búnaðinn sem er upptalinn í verðlistanum fyrir bílinn.

Ford Bronco Raptor

Ford Bronco Raptor er nýjasta viðbótin í Ford Bronco línunni og býður upp á óviðjafnanlega blöndu af krafti og getu til að takast á við erfiðustu aðstæður. Með 418 hestafla 3.0 EcoBoost vél, breyttu fjöðrunarkerfi og sérstökum Raptor eiginleikum, er þessi bíll hannaður fyrir þá sem vilja fara út fyrir hefðbundin akstursmörk.

Ford Bronco Raptor er búinn stórum 37 tommu dekkjum sem gefa honum framúrskarandi veghald og getu í torfærum, á meðan háþróaður fjöðrunarbúnaðurinn tryggir slétta og örugga ferð í mismunandi landslagi. Bíllinn er einnig búinn sérstökum Raptor innréttingum, sem samanstanda af endingargóðum og þægilegum efnum sem standast erfiðar aðstæður.

Með Ford Bronco Raptor færðu ekki bara torfærugetu heldur einnig stíl og þægindi fyrir daglegan akstur. Þetta er bíllinn fyrir þá sem vilja taka þátt í ævintýrum og upplifa frelsi úti í náttúrunni, án þess að fórna þægindum og gæðum.

Skoðaðu alla Ford Bronco í Vefsýningarsalnum

Sendu fyrirspurn um Ford Bronco

Ford gæði frá Brimborg

Það er 5 ára verksmiðjuábyrgð á bílum sem keyptir eru hjá Ford á Íslandi | Brimborg skv. skilmálum fyrir lengri verksmiðjuábyrgð Brimborgar.

Myndbönd