Þjónustuvöktun

Allir nýir og notaðir bílar sem keyptir eru hjá Brimborg eru skráðir endurgjaldslaust í þjónustuvöktun hjá Brimborg.

Þjónustuvöktun tryggir að þú fáir allar upplýsingar um;

  • Öryggisinnkallanir og aðrar mikilvægar ábyrgðaviðgerðir frá framleiðanda sem geta verið þér að kostnaðarlausu ef þær eru framkvæmdar innan tiltekins frests og ferli framleiðanda um þjónustu hefur verið fylgt

  • Rétt þjónustuferli bílsins þíns samkvæmt kröfum Ford og nauðsynlega þjónustu sem er framundan samkvæmt ferli framleiðanda

  • Um núverandi stöðu verksmiðjuábyrgðar bílsins. Allir nýir Ford bílar sem keyptir eru af Brimborg eru með 5 ára verksmiðjuábyrgð frá Brimborg og Ford, tengiltvinn (PHEV) og hreinir rafbílar eru með 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Verksmiðjuábyrgð er háð því að bíllinn fylgi ferli framleiðanda um þjónustu frá upphafi. Það getur haft áhrif á þá ábyrgð til styttingar ef ferli framleiðanda um þjónustu hefur ekki 
    verið fylgt frá upphafi

  • Fréttir, tilboð á nýjum og notuðum bílum, þjónustutilboð, nýjar gerðir bíla, frumsýningar og margt fleira