Við leggjum áherslu á að þjónusta viðskiptavini okkar á framúrskarandi hátt á öllum sviðum svo samgöngutæki heimilisins og vinnustaðarins sé í topplagi. Ford verkstæði er aðili að BGS, Bílgreinasambandinu.
Ford veitir framúrskarandi varahluta- og verkstæðisþjónustu. Við bjóðum upp á margvíslegar rafrænar lausnir við pantanir á varahlutum og þjónustu og fylgjum sóttvarnareglum í hvívetna. Háum kröfum um hreinlæti er fylgt í einu og öllu við afgreiðslu varahluta og við verkstæðisþjónustu.
Verkstæði Ford að Bíldshöfða 6 er skipt í tvo hluta, annars vegar fyrir Ford fólksbíla og hins vegar Ford atvinnubíla.
Verkstæðin eru mönnuð þaulreyndum bifvélavirkjum sem hafa mikla reynslu af viðgerðum á Ford bílum. Þau eru vel búin tækjum en það ásamt þjálfun og reynslu starfsmanna tryggir faglega viðgerð á þínum Ford bíl. Þjálfun og reynsla bifvélavirkja Ford skila sér í lægri viðgerðakostnaði og snöggri þjónustu.
Ford atvinnubílaverkstæði er nýtt og sérhæft verkstæði sem gerir þjónustuna við eigendur Ford atvinnubíla enn betri og býður upp á enn meiri sveigjanleika.
Nýja atvinnubílaverkstæðið sérhæfir sig í þjónustu við Transit sendibíla, rútur, húsbíla og Ford pallbíla.
Tveggja ára lögbundin ábyrgð er á viðgerðum á Ford bílum á verkstæði Brimborgar.
Í upphafi verks setja tæknimenn á sig nýja hanska og að þjónustu lokinni eru allir helstu snertifletir ásamt lyklum bíla sem koma á verkstæði Ford eru sótthreinsaðir.
Bókaðu tíma á netinu hjá verkstæði Ford og skilaðu lyklinum í lúguna, jafnvel kvöldið áður. Þú getur svo greitt með símgreiðslu eða millifærslu og sótt bílinn eftir lokun ef það hentar þér. Einfalt og þægilegt.
Bókaðu tíma á atvinnu- og pallbílaverkstæði Ford
Bókaðu tíma á fólksbílaverkstæði Ford
Afbóka tíma á atvinnu- og pallbílaverkstæði Ford
Afbóka tíma á fólksbílaverkstæði Ford
Nú er virðisaukaskattur endurgreiddur af vinnulið vegna bílaviðgerða. Fjárhæð vinnuliðar þarf að ná lágmarki kr. 25.000 án virðisaukaskatts til að öðlast endurgreiðslurétt. Endurgreiðslan gildir fyrir fólksbifreiðar og jeppa sem eru í eigu einstaklinga (ekki fyrirtækja) og kaupandi þjónustunnar er skráður eigandi bílsins. Ekki er endurgreitt vegna varahluta eða annarra íhluta. Heimildin gildir frá 1 mars 2020 og út árið 2021. Þeir viðskiptavinir sem komu með bíl í þjónustu eftir 1. mars 2020 og vantar afrit af reikningi geta sent okkur erindi á ford@brimborg.is og við svörum um hæl.
Allt á einum stað hjá Brimborg og einfalt og þægilegt umsóknarferli hjá RSK á netinu: https://bit.ly/346t5AB