Ford Verkstæði

Verkstæði

Varahluta- og verkstæðisþjónusta

Ford á Íslandi | Brimborg leggur áherslu á að þjónusta viðskiptavini Ford á framúrskarandi hátt á öllum sviðum svo samgöngutæki heimilisins eða vinnustaðarins sé í topplagi. Brimborg er aðili að Bílgreinasambandinu og Ford verkstæði Brimborgar er með gæðavottun frá Bílgreinasambandinu.

BGS

Þrjú sérhæfð verkstæði Ford

Ford verkstæði Brimborgar eru mönnuð af fagmönnum með langa reynslu í Ford viðgerðum þar sem aðstaða, búnaður og tæki eru eins og best verður á kosið og allir varahlutir við hendina sem flýtir viðgerð sem sparar tíma og lækkar kostnað. Sérhæfð verkstæði Ford hjá Brimborg eru fimm talsins og eru á þremur stöðum: Bíldshöfða 6 og verkstæði Vélalands í Jafnaseli 6 í Breiðholti og Dalshrauni 5 í Hafnarfirði.

  • Sérhæft verkstæði fyrir allar gerðir Ford fólksbíla sem tryggir að samgöngutæki heimilisins eða fyrirtækisins er allt öruggt og í topp lagi
  • Sérhæft Ford atvinnubílaverkstæði fyrir Ford Transit sendibíla, Ford Ranger pallbíla og Ford F-series pallbíla. Atvinnubílar eru lykiltæki í rekstri fyrirtækja og þurfa að hafa nánast 100% uppitíma
  • Sérhæft Ford Hraðþjónustuverkstæði sem hentar einstaklega vel fyrir minni viðgerðir sem þarf að láta framkvæma strax. Smelltu hér fyrir upplýsingar um og til að bóka Hraðþjónustu

Gott skipulag Ford verkstæðanna og mikil afkastageta ásamt varahlutalager sem er alltaf við hendina leiðir til þess að auðvelt er að fá tíma á verkstæði og viðgerðarhraði er mikill. Auðvelt er að bóka rafrænt á netinu, bóka í gegnum síma eða á spjallinu á www.brimborg.is.

Ábyrgð nýrra bíla, ábyrgð viðgerða og ábyrgð varahluta

Allir Ford fólks- og atvinnubílar sem seldir eru af Brimborg frá og með 15.3.2020 eru með 5 ára ábyrgð miðað við að þeir fari í þjónustu á viðurkenndu verkstæði Ford skv. ferli framleiðanda. Að auki eru allar viðgerðir Brimborgar á Ford bílum með tveggja ára ábyrgð og sama á við um varahluti sem notaðir eru við viðgerðina hjá Brimborg. Nánar um ábyrgð nýrra Ford bíla má lesa hér

Hafir þú ekki tök á að koma með Ford bílinn þinn í þjónustu á verkstæðum okkar á Bíldshöfða skoðaðu þá þéttriðið net þjónustuaðila á landsbyggðinni hér.

Þjónustuvöktun bílsins

Allir nýir og notaðir bílar sem keyptir eru hjá Brimborg eru skráðir endurgjaldslaust í þjónustuvöktun hjá Brimborg sem þú getur kynnt þér betur hér.

Pantaðu tíma á netinu og skilaðu lyklunum í lúguna. Einfalt og þægilegt. 

Í samstarfi við Vélaland verkstæði getur þú nú bókað tíma nálægt þér. Við erum á þremur stöðum: Ford verkstæði Bíldshöfða 6, Vélaland verkstæði Jafnaseli 6 í Breiðholti og Vélaland verkstæði Dalshrauni 5 í Hafnarfirði.

Bókaðu tíma á netinu hjá verkstæði Ford og skilaðu lyklinum í lúguna, jafnvel kvöldið áður. Þú getur ef það hentar þér betur greitt með símgreiðslu eða millifærslu og sótt bílinn eftir lokun. Einfalt og þægilegt.

Þú getur pantað tíma á verkstæðum Ford hér á vefnum. Þegar þú hefur bókað tíma þá færð þú mjög fljótlega staðfestingu í sms með nánari leiðbeiningum. Síðan munum við minna þig á tímann fjórum dögum áður en þú átt að mæta og aftur minnum við á daginn áður. Þú finnur lausan tíma, bókar tíma eða afbókar á verkstæðum Ford hér:

 
Bóka

Bókaðu tíma á atvinnu- og pallbílaverkstæði Ford, Bíldshöfða 6

Bókaðu tíma á fólksbílaverkstæði Ford, Bíldshöfða 6

Bókaðu tíma á fólksbílaverkstæði Ford, Vélalandi Dalshrauni 5

Bókaðu tíma á fólksbílaverkstæði Ford, Vélalandi Jafnaseli 6

Afbóka

Afbóka tíma á atvinnu- og pallbílaverkstæði Ford, Bíldshöfða 6

Afbóka tíma á fólksbílaverkstæði Ford, Bíldshöfða 6

Afbóka tíma á fólksbílaverkstæði Ford, Vélalandi Dalshrauni 5

Afbóka tíma á fólksbílaverkstæði Ford, Vélalandi Jafnaseli 6

Verkstæði, utan höfuðborgarsvæðisins.

Þjónustuaðilar, verkstæði sem þjónusta bílamerki Brimborgar, eru víða um land og veita góða þjónustu í samræmi við kröfur Brimborgar.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA ÞJÓNUSTUAÐILA BRIMBORGAR

Vefspjall