Ford verkstæði

Verkstæði

Verkstæðisþjónusta á fordæmalausum tímum

Við leggjum áherslu á að þjónusta viðskiptavini okkar á framúrskarandi hátt á öllum sviðum svo samgöngutæki heimilisins og vinnustaðarins sé í topplagi.

Verkstæði Ford hefur farið í viðamiklar aðgerðir til að tryggja að við getum veitt viðskiptavinum okkar áframhaldandi framúrskarandi verkstæðisþjónustu.  Við bjóðum upp á margvíslegar rafrænar lausnir við pantanir á þjónustu, fylgjum reglum í hvívetna um 20 manna hámarksfjölda í hverju rými og að 2 metrar séu ávallt á milli einstaklinga. Háum kröfum eru um hreinlæti er fylgt í einu og öllu við verkstæðisþjónustu. Við komu ökutækis á verkstæði setja tæknimenn á sig nýja hanska og að þjónustu lokinni eru allir helstu snertifletir ásamt lyklum bíla sem koma á verkstæði Ford sótthreinsaðir.


Verkstæði Ford

Verkstæði Ford hjá Brimborg er skipt í tvo hluta, annars vegar fyrir Ford fólksbíla og hins vegar Ford atvinnubíla.  

Verkstæðin eru mönnuð þaulreyndum bifvélavirkjum sem hafa mikla reynslu af viðgerðum á Ford bílum. Þau eru vel búin tækjum en það ásamt þjálfun og reynslu starfsmanna tryggir faglega viðgerð á þínum Ford bíl.  Þjálfun og reynsla bifvélavirkja Ford skila sér í lægri viðgerðakostnaði og snöggri þjónustu.

Ford atvinnubílaverkstæði er nýtt og sérhæft verkstæði sem gerir þjónustuna við eigendur Ford atvinnubíla enn betri og býður upp á enn meiri sveigjanleika.

Nýja atvinnubílaverkstæðið sérhæfir sig í þjónustu við Transit sendibíla, rútur, húsbíla og Ford pallbíla.

Tveggja ára lögbundin ábyrgð er á viðgerðum á Ford bílum á verkstæði Brimborgar.

Þjónustuskoðanir og koma á verkstæði

Í upphafi verks setja tæknimenn á sig nýja hanska og að þjónustu lokinni eru allir helstu snertifletir ásamt lyklum  bíla sem koma á verkstæði Ford eru sótthreinsaðir.

Pantaðu tíma á netinu og skilaðu lyklunum í lúguna. Einfalt og þægilegt. 

Bókaðu tíma á netinu hjá verkstæði Ford og skilaðu lyklinum í lúguna, jafnvel kvöldið áður. Þú getur svo greitt með símgreiðslu eða millifærslu og sótt bílinn eftir lokun ef það hentar þér. Einfalt og þægilegt.

Þú getur pantað tíma á verkstæði Ford hér á vefnum. Þegar þú hefur bókað tíma þá færð þú mjög fljótlega staðfestingu í sms með nánari leiðbeiningum. Síðan munum við minna þig á tímann fjórum dögum áður en þú átt að mæta og aftur minnum við á daginn áður. Þú finnur lausan tíma, bókar tíma eða afbókar á verkstæði Ford hér:

 

Bókaðu tíma á atvinnu- og pallbílaverkstæði Ford

Bókaðu tíma á fólksbílaverkstæði Ford

Afbóka tíma á atvinnu- og pallbílaverkstæði Ford

Afbóka tíma á fólksbílaverkstæði Ford