Ford verkstæði

VerkstæðiFord verkstæði hjá Brimborg er skipt í tvo hluta, annars vegar fyrir Ford fólksbíla og hins vegar Ford atvinnubíla.  

Verkstæðin eru mönnuð þaulreyndum bifvélavirkjum sem hafa mikla reynslu af viðgerðum á Ford bílum. Þau eru vel búin tækjum en það ásamt þjálfun og reynslu starfsmanna tryggir faglega viðgerð á þínum Ford bíl.  Þjálfun og reynsla bifvélavirkja Ford skila sér í lægri viðgerðakostnaði og snöggri þjónustu.

Ford atvinnubílaverkstæði er nýtt og sérhæft verkstæði sem gerir þjónustuna við eigendur Ford atvinnubíla enn betri og býður upp á enn meiri sveigjanleika.

Nýja atvinnubílaverkstæðið sérhæfir sig í þjónustu við Transit sendibíla, rútur, húsbíla og Ford pallbíla.

Tveggja ára lögbundin ábyrgð er á viðgerðum á Ford bílum á verkstæði Brimborgar.

Verkstæði

Þú getur pantað tíma á verkstæði Ford hér á vefnum. Þegar þú hefur bókað tíma þá færð þú mjög fljótlega staðfestingu í sms með nánari leiðbeiningum. Síðan munum við minna þig á tímann fjórum dögum áður en þú átt að mæta og aftur minnum við á daginn áður. Þú finnur lausan tíma, bókar tíma eða afbókar á verkstæði Ford hér:

Bókaðu tíma á atvinnu- og pallbílaverkstæði Ford

Bókaðu tíma á fólksbílaverkstæði Ford

Afbóka tíma á atvinnu- og pallbílaverkstæði Ford

Afbóka tíma á fólksbílaverkstæði Ford