Ford Expedition
- Hér er hugsað fyrir öllu

Expedition

5-8 manna, 4WD

Sérpöntun

Ford Expedition.

Hér er hugsað fyrir öllu.  Framúrskarandi aksturseiginleikar, kraftmikið útlit og fyrsta flokks tækni!

Gerðu meira á færasta Expedition sem gerður hefur verið.

Ford Expedition er með meiri akstursaðstoð en nokkur annar bíll í sama stærðarflokki.
Stórglæsileg hönnun fangar athygli og kraftmiklar vélar skila spennandi akstri. Þú ert umkringdur nýjustu tækni um leið og þú sest inn í bílinn, notendavænni tækni sem skilar sér í öruggari akstri.

Komdu öllum vel fyrir

Innra rými Ford Expedition umvefur alla lúxus þar sem hvert smáatriði er úthugsað með alla farþega bílsins í huga.  Gott rými hjá öllum farþegum og er þriðja sætisröðin er með frábært fótarými.  Einnig eru fleiri möguleikar til að koma hlutum og farangri haganlega fyrir.

Nýr Ford Expedition er eyðslugrennri og öflugri en forverar hans.

Um er að ræða 3,5 lítra EcoBoost bensínvél með sjálfskiptingu sem skilar 375 hestöflum. Upplifðu kröftugasta Expedition vélina sem gerð hefur verið.  Hún samanstendur af tvennskonar tækni: Bein innspýting hjálpar við að hámarka aflið frá hverjum einasta bensíndropa sem og tvöfaldar túrbínur skila gríðarlegri viðbótarorku þegar þess er þörf.

Snjöll tækni fyrir ferðalagið

Í Ford Expedition eru þægindi í fyrirrúmi. Meðal þæginda er Ford SYNC samskiptakerfið þar sem þú getur með raddstýringu hringt, svarað símtölum, hlustað á sms skilaboð eða spilað uppáhálds tónlistina þína. Sex USB tengi og þráðlaust hleðslusvæði.  Til viðbótar er Ford SYNC öryggisbúnaður því ef þú lendir í óhappi þá hringir kerfið sjálfkrafa í 112 og sendir um leið nákvæm GPS hnit bílsins.
 
Einungis er hægt að sérpanta Ford Expedition og því verður því að senda fyrrspurn á söluráðgjafa til að fá verð og frekari upplýsingar.  Sendið fyrirspurn með því að smella á rauða hnappinn "Hafðu samband" hér á síðunni.