Ford Series Super Duty
- sterkasti F-350 Super Duty sögunnar!

F-Series Super Duty

Sérpöntun

Ford F-350 Super Duty er sá sterkasti sem Ford hefur framleitt! F-350 Super Duty hefur mesta burðargetu allra þeirra bíla sem falla í hans flokk og sama á við um tog hans, það er einnig það mesta. Ford F-350 Super Duty hefur ekkert fyrir því að draga fullhlaðna kerru eða hjólhýsi af stærri gerðinni. Í Ford F-350 Super Duty er öflug 440 hestafla vél sem skilar hvorki meira né minna en 1.166 Nm togi sem gerir akstur með eða án farms sérlega skemmtilegan.

Rúmgóður og vel búinn

Ford F-350 Super Duty er 6 sæta, rúmgóður og vel fer um alla farþega bílsins. Möguleiki er á að fella niður miðjusætið við hlið ökumanns og við það myndast pláss til þess að sinna pappírsvinnu milli verkefna. Hurðir bílsins eru stórar sem gerir allt aðgengi eins þægilegt og á verður kosið.

Fjölbreyttir útfærslumögleikar

Útfærslumöguleikar F-Series Super Duty eru einstaklega fjölbreyttir. Við bendum á þann mögulega að hægt er að sérpanta F-Series Super Duty með þeim búnaði sem hentar þér best.

Söluráðgjafar okkar veita þér allar nauðsynlegar upplýsingar um hvað er í boði. Þegar þú hefur valið þann búnað sem þú vilt hafa á bílnum gera ráðgjafar okkar þér hagstætt tilboð. 

Einungis er hægt að sérpanta F-350 og því verður að senda fyrirspurn á söluráðgjafa til að fá verð og frekari upplýsingar. Sendið fyrirspurn með því að smella á rauða hnappinn "Hafðu samband" hér á síðunni.