Glænýr Ford Puma
- Fjölhæfur og fullkomlega tengdur

Puma

Mild Hybrid

Verð frá 4.550.000 kr.
Eyðsla frá 5,5 l/100
CO₂ losun frá 125 g/km

Hannaður til að hjálpa þér sem best í nútímalífinu

Með bílstjóramiðaðri hugsun, djarfri hönnun og háþróaðri blendingsvél: Ford Puma krefst athyglinnar með styrk og stíl.

✔️ Góð vegæð og frábærir aksturseiginleikar, snöggur og lipur.
✔️ Mild hybrid tækni
✔️ Ríkulegur staðalbúnaður
✔️ Ford Megabox, snjöll lausn til að auka stórt farangursrýmið
✔️ Þægilegt FordPass Connect samskiptakerfi með SYNC 4 upplýsingakerfi


Skoðaðu lausa bíla í Vefsýningarsal Brimborgar, veldu bílinn sem þér hentar og sendu okkur fyrirspurn eða taktu bíl frá.
Þú getur líka smellt á rauða hnappinn "Hafðu samband" til að taka frá bíl eða fá allar nýjustu upplýsingar hjá söluráðgjafa sem svarar um hæl.

Tækni sem gerir aksturinn skemmtilegri

Ford Puma hefur fjölda nýstárlegra eiginleika sem eru hannaðir til að auka akstursánægju þína. Hjálpartækni, eins og valfrjálsar akstursstillingar og Ford Co-Pilot360, vinna saman að því að stjórna hröðun, hemlun og jafnvel stýri. Þetta felur einnig í sér virka akstursstýringu (Adaptive Cruise Control), árekstrarvara (Pre-Collision Assist) og stýrisaðstoð (Lane Keeping Assist), sem öll hafa eftirlit með veginum fram undan og vara þig við hugsanlegum hættum.

Mörg skref fram á við

Puma vélarnar bjóða upp á úrval nýrra háþróaðra EcoBoost mild hybrid bensínvéla sem skila framúrskarandi afköstum, lægri eldsneytiseyðslu og áberandi minni CO₂ losun en aðrar hefðbundnar vélar.

EcoBoost mild hybrid tækni í Ford Puma innifelur rafmótor til að bæta skilvirkni. Tæknin skilar framúrskarandi afköstum og eldsneytisnýtingu án málamiðlana. Kerfið er alsjálfvirkt en það nýtir hreyfiorkuna sem verður til við hemlun og nýtist þegar á meira rafmagni þarf að halda, til dæmis þegar þarf að ná auknu afli við upptak. Með því að nýta þessa orku þarf vélin ekki að framleiða eins mikið rafmagn og sparast þannig eldsneyti og dregur úr útblæstri. Þú þarft ekki að tengja Puma við utanaðkomandi aflgjafa, þar sem aðskilinn 48 volta rafhlöðupakkinn sem knýr rafmótorinn hleðst aftur við akstur.

1,0 lítra Ford EcoBoost vélin hefur unnið verðlaunin Alþjóðleg vél ársins sex sinnum. Puma er með 125 hestafla EcoBoost vélinni sem skilar frábærum afköstum og minni CO₂ losun. Þú munt njóta þess að aka bílnum því með betri eldsneytiseyðslu og minni CO₂ losun gerir hann ekki aðeins hreinni fyrir umhverfið, heldur einnig mun betri fyrir rekstrarkostnaðinn þinn.

Hið fullkomna jafnvægi

Inni í Ford Puma er stílhrein hönnun þar sem hvert smáatriði eykur tilfinninguna fyrir háþróuðum stíl. Snjallar lausnir og nýstárleg tækni veita þér fullkomna stjórn. Með SYNC 4 upplýsingakerfinu og FordPass Connect geturðu nýtt þér marga þjónustu og eiginleika sem gera aksturinn enn þægilegri og skilvirkari.

Verndar þig og aðra

Allt frá því að láta þig vita um mögulega árekstraráhættu að snjallkerfum sem hjálpa þér að viðhalda gripi og stöðugleika: öryggi þitt er okkar mál. Þess vegna er Ford Puma fullur af snjöllum hjálpartækjum sem eru hönnuð til að vernda þig, fjölskyldu þína og aðra vegfarendur.

Úthugsað rými

Nútímalíf þarf oft frumlega nálgun á hvernig eigi að nýta plássið. Ford Puma notar þetta hugarfar og býður upp á besta farangursrýmið í þessum flokki bíla. Til viðbótar við stílhreina hönnun eru fallegar línur Puma í jafnvægi við úthugsaða virkni. Þar býr raunveruleg fjölhæfni meðal allra smáatriðana.

Fimm stjörnu öryggi

Ford Puma fékk fimm stjörnu öryggisvottun samkvæmt ströngum öryggiskröfum Euro NCAP.  Ford Puma er nú einn af átta Ford bílum sem eru með fimm stjörnu öryggi fyrir farþega.
Euro NCAP úthlutar Puma háu öryggismati fyrir farþega, bæði börn og fullorðna með tilheyrandi toppeinkunn í hliðarprófum. Að auki var öryggistækni eins og árekstrarvara (Pre-Collision Assist), hraðatakmörkun og veglínuskynjara mikið hrósað í prófununum.

Fimm ára ábyrgð

Brimborg býður nú alla nýja Ford bíla sem keyptir eru hjá Brimborg með 5 ára ábyrgð eða 100.000 km., hvort sem á undan kemur. Hér má finna nánari upplýsingar um ábyrgð Ford bíla hjá Brimborg.