Ford Transit Bus
- 12 til 18 manna rútur

Transit Bus

Sérpöntun
Eyðsla frá 6.5 l/100
CO₂ losun frá 196 g/km

Ford Transit atvinnubílar eru gríðarlegar vinsælir bæði í Evrópu og Bandaríkunum sem og á Íslandi. Transit Bus er vinsælasti bíllinn í sínum flokki á Íslandi enda hefur hann komi mjög vel út.

Transit Bus er hluti af atvinnubílalínu Ford og er áreiðanlegur og sveigjanlegur vinnufélagi sem þú getur treyst til farþegaflutninga. Transit Bus er sparneytinn, hagkvæmur í rekstri, frábær í endursölu og á hagkvæmu verði. Kynntu þér þessa frábæru Transit Bus frá Ford.

Hjá Brimborg njóta eigendur Ford atvinnubíla framúrskarandi þjónustu til að tryggja að bílarnir séu ávallt til þjónustu reiðubúnir.

Þrjár tegundir af Ford Transit rútum

Veldu Ford Transit Bus sem hentar þinni starfsemi. Ford Transit Bus rútur eru fáanlegar í þremur stærðum:

Ford Transit bus 12 manna (ökumaður + 11 farþegar)

Ford Transit bus 15 manna (ökumaður + 14 farþegar)

Ford Transit 18 manna (ökumaður+ 17 farþegar)

Sparneytin dísilvél

Ford Transit Bus er búinn sparneytinni 2,2 lítra dísilvél sem er 155 hestöfl og 6 gíra gírkassa og skilar miklu togi og sérlegri sparneytni sem hjálpar til við að lækka rekstrarkostnaðinn. Vélin uppfyllir mengunarkröfur skv. Euro VI staðlinum. Vélarnar eru hljóðlátar og þýðar sem gerir vinnuumhverfi bílstjórans einstakt og eykur þægindi farþega.

Ríkulegur staðalbúnaður í nýja Transit Bus

Ford Transit Bus er ríkulega búinn staðalbúnaði. Vert er að nefna upphitanlega framrúðu, olíumiðstöð með fjarstýringu og tímastilli sem gerir það að verkum að hann er standard heitur á morgnana. Á köldum vetrarmorgnum er mjög notalegt að setjast inn í heitan bílinn. Transit Bus er með aksturstölvu, brekkuaðstoð (Hill Assist), Bluetooth fyrir snjallsíma og svo mætti lengi telja.

Trend aukahlutapakki í Ford Transit Bus

Í boði er glæsilegur Trend aukabúnaðarpakki sem inniheldur meðal annars Ford SYNC raddstýrt samskiptakerfi. Með raddstýringu er hægt að hringja, svara símtölum, hlusta á sms skilaboð og biðja um óskalög. Hægt er að hlusta á tónlist með því að tengja stafrænan spilara (t.d iPod) eða einfaldlega með því að streyma tónlist af YouTube í gegnum símann þinn. Ford SYNC er líka öryggisbúnaður. Ef maður lendir í óhappi þá hringir SYNC sjálfkrafa í 112 og sendir nákvæm GPS hnit bílsins. Pakkinn inniheldur einnig loftkælingu í gólfi í farþegarými og blástur í lofti, hraðastilli, þokuljós að framan, heilkoppa, silfurlitað grill, Halogen aðalljós, leðurklætt stýrishjól, leðurklæddan gírstangarhnúð, 3,5" skjá fyrir hljómtæki, klæðningu í hálfa hæð í hleðslurými og lesljós í farþegarými.

Öryggi í fyrirrúmi

Öryggi Ford atvinnubíla er því í fyrirrúmi enda eru þeir með fimm stjörnur af fimm mögulegum í árekstra- og öryggisprófunum Euro NCAP. Ford Transit uppfyllir ströngustu öryggiskröfur bæði í Bandaríkjunum og Evrópu.

Við tökum vel á móti þér

Kíktu í kaffi og spjall. Í sameiningu finnum við hagstæða fyrirtækjalausn fyrir þig.

Veldu traust umboð með einstöku þjónustuframboði fyrir bíla- og tækjaflota. 

 

 

 

Kynntu þér Ford Transit Bus betur

Ford stendur fyrir [gæði og áreiðanleika]

Ford stendur fyrir gæði og áreiðanleika

Ford var stofnað árið 1903 af Henry Ford. Allt frá fyrstu árum hefur Ford verið frumkvöðull í bílaiðnaðinum. Ford bílar eru þekktir um heim allan fyrir fyrsta flokks gæði, framúrskarandi aksturseiginleika og breiða vörulínu.

Fáðu meiri upplýsingar um þennan heillandi bíl. Skoðaðu vefsýningarsal Brimborgar, sendu fyrirspurn eða komdu í Ford sýningarsalinn. Smelltu hér til að sjá hvar við erum til húsa og upplýsingar um opnunartíma.