Ford Transit Connect
- er góð ákvörðun

Transit Connect

Verð frá 2.450.000 kr.
Eyðsla frá 4.2 l/100
CO₂ losun frá 109 g/km

Ford Transit Connect er svar flutningsaðila við því hvernig megi lækka rekstrarkostnaðinn og þar með flutningskostnað. Ford Transit Connect setur ný viðmið í sparneytni, flutningsgetu og endingu.

Transit býður fyrsta flokks vinnuumhverfi

Ford Transit Connect er alveg nýr frá grunni, nýr undirvagn, nýjar vélar og auðvitað alveg nýtt útlit sem innlit. Það má glöggt sjá á hönnuninni, bæði að innan og utan, að Ford hefur lagt ríka áherslu á að allt vinnuumhverfi sé sem allra þægilegast.

Staðalbúnaður er einnig sérlega ríkulegur. Sem dæmi má nefna Bluetooth, brekkuaðstoð og olíumiðstöð með tímaliða sem gerir það að verkum að hann er standard heitur á morgnana. Allar nánari upplýsingar um staðalbúnað má finna í búnaðarlýsingu.
Ford Transit Connect er sparneytinn sendibíll.

Transit Connect er fáanlegur með sparneytinni 1,6TDCi dísilvél með Start-Stop spartækni. Nýr Ford Transit Connect er einnig fáanlegur með hinni frábæru EcoBoost bensínvél sem valin hefur verið Engine of the Year, þrjú ár í röð. Ford Transit Connect verður fáanlegur sjálfskiptur með 1,6 lítra 150 hestafla bensínvél. Easy Fuel eldsneytisáfylling er staðalbúnaður.

Fáanlegur i tveimur lengdum

Nýr Ford Transit Connect er fáanlegur í tveimur lengdum. Transit Connect er einnig fáanlegur 3ja manna og hliðarhurðum beggja vegna. Ford Transit Connect Trend er búinn spennandi búnaði eins og SYNC samskiptakerfinu og svo er hann með upphitanlega framrúðu. Þessi búnaður er að sjálfsögðu fáanlegur sem aukabúnaður í Ford Transit Connect Ambiente.

Sérstaða Ford Transit Connect

Flutningsrými bílsins er fáanlegt með þeim möguleika að lengja rýmið að hluta með hólfi undir farþegasætinu (einnig hægt að nota sem gott geymsluhólf). Í styttri gerðinni er hægt að flytja hluti sem eru 3.000 mm að lengd og í lengri gerðinni er hægt að flytja hluti sem eru 3.400 mm að lengd. Lengri gerðin af Ford Transit Connect hefur mikilvæga sérstöðu en opnun hliðarhurðanna er sú besta meðal sendibíla í þessum flokki, breidd þeirra er 660 mm.

Öryggi í fyrirrúmi

Ford Transit Connect er fáanlegur með öryggisbúnaðinum Ford Active City Stop sem hjálpar til við að koma í veg fyrir eða draga úr líkum á árekstri á litlum hraða. Í framrúðu bílsins er skynjari sem skannar hindranir á svæði í um 7,6 metra fjarlægð frá ökutækinu. Ef bíllinn skynjar hindrun bregst hann við með því að virkja bremsurnar og draga úr togi vélarinnar.

Góður í endursölu

Ford Transit er einn besti sendibíllinn í endursölu enda þekktur fyrir gæði og lága bilanatíðni.

Komdu og prófaðu

Við hvetjum áhugasama til að koma og skoða Ford Transit Connect í sýningarsal Ford.

Berðu saman verð og búnað

Hér getur þú borið saman útfærslur, drif, vélar og skiptingar sem eru í boði.

Niðurstöður samanburðar birtast hér fyrir neðan.

connect_2
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð
connect_2
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð
connect_2
Veldu drif, vél og skiptingu:
Verð

Kynntu þér Ford Transit Connect betur

Ford Transit Connect býður fyrsta flokks vinnuumhverfi