Ford Transit Connect
- er traust ákvörðun

Transit Connect

Verð frá 3.620.968 kr.
Eyðsla frá 5,6 l/100
CO₂ losun frá 129 g/km

Með nýtt útlit bæði að innan sem utan og tæknilegri en nokkru sinni áður hefur Transit Connect þróast á næsta stig hvað varðar þægindi og öryggi.

Ford Transit Connect er svar flutningsaðila við því hvernig megi lækka rekstrarkostnaðinn og þar með flutningskostnað.  Ný vélartækni bætir bensínnýtingu, lækkar útblástur og lækkar rekstrarkostnað.  Ford Transit Connect hefur sett ný viðmið í sparneytni, flutningsgetu og endingu.

Styrkleiki, ending og virkni í hágæðaklassa 

Nýr transit Connect hefur verið tekinn alveg í gegn og hann er því ódýrari í rekstri, flottari og tilbúinn að taka að sér hvaða verkefni sem viðskiptavinir óska sér.

Styrkleiki, ending og virkni í hágæðaklassa með hleðslurými allt að 3,6 m³ og ber frá 500-850 kg.  Ford Transit Connect er orðinn hátæknilegur með ökumannsaðstoð sem meðal annars er með handfrjálsa tengingu, passar upp á hraðann, aukinn stöðugleika í erfiðum akstursskilyrðum, og verndar jafnvel gangandi vegfarandur.  Ford hefur lagt ríka áherslu á að allt vinnuumhverfi sé sem allra þægilegast.

Nýjustu Ford EcoBoost bensín- eða EcoBlue dísilvélar í nýjum Ford Transit Connect sameinar orku, endingu og skilvirkni. Og með 6 hraða beinskiptingu eða 8 hraða sjálfskiptingu, sem bæði bjóða upp á meiri gefandi akstur, er bíllinn hinn fullkomni samstarfsaðili fyrir fyrirtækið þitt.

Sérhver eiginleiki og tækni í Ford Transit Connect er hannað til að einfalda líf þitt. Háþróuð tækni hjálpar til við að draga úr streitu úr akstri eins og meðal annars bakkmyndavél, umferðarskiltalesari og akgreinaskynjun sem er valmöguleiki í völdum gerðum. Svo eru önnur kerfi, þar á meðal aðstoð við að leggja í stæði og aðlögunarhæfur hraðastillir, sem eru virkjuð handvirkt til að aðstoða þegar þú þarfnast þeirra.

Þægindi, endingargóð sæti og stillanleg akstursstaða gera Transit Connect afslappandi og þægilegan. Með því að bæta við FordPass Connect, geturðu nú notið 4G Wi-Fi, uppfærslu, opna og læsa ökutæki úr fjarlægð og margt fleira. Það er tenging sem þú hefur hingað til aðeins getað upplifað heima eða á skrifstofunni.

Sveigjanleg tvöföld farþegasæti bjóða bæði upp á tvo farþega en einnig er hægt að fella niður sætið og skapa þar fína vinnuaðstöðu eða snúa setunni upp og þá er komið gott geymslurými.

 

Fyrsta flokks vinnuumhverfi

Nýr Ford Transit Connect er fáanlegur meðal annars í tveimur lengdum og 3ja manna og með hliðarhurðum beggja vegna. Í styttri gerðinni er hægt að flytja hluti sem eru 3.000 mm að lengd og í lengri gerðinni er hægt að flytja hluti sem eru 3.400 mm að lengd.  Lengri gerðin af Ford Transit Connect hefur mikilvæga sérstöðu en opnun hliðarhurðanna er ein sú besta meðal sendibíla í þessum flokki, breidd þeirra er 660 mm.

Flutningsrými Ford Transit Connect er fáanlegt með þeim möguleika að lengja rýmið að hluta með hólfi undir farþegasætinu (einnig hægt að nota sem gott geymsluhólf).

LED lýsing í hleðslurými gerir alla vinnu einfaldari bæði inni og fyrir utan. 

Öryggi í fyrirrúmi

Með alhliða uppbyggingu á öryggistækni er Nýr Ford Transit Connect hannaður til að vernda þig, farþega þína og eigur þínar.  Sum tækni, þar á meðal fyrirbyggingaraðstoð sem verndar gangandi vegfarendur og sérstök neyðarhemlunartæki, hjálpa til við að draga úr alvarleika slyss, ef til þess kæmi.

Rafræn stöðugleikastýring fylgist stöðugt með framvindu ökutækisins.  Það skynjar þegar ökutækið er að missa grip og beitir sjálfkrafa hemlun á einstaka hjól, sem hjálpar til við að koma á stöðugleika.  Með því að nota háþróaða skynjara frá bremsunni og aflstýringarkerfi fylgist það með hegðun ökutækisins.

Tækni sem sér það sem þú sérð ekki.  Blindpunkta upplýsingakerfið notar RADAR skynjara til að sjá ökutæki sem mögulega sjást ekki.  Þau eru staðsett á hvorri hlið Transit Connect og láta þig vita með appelsínugult ljós, sem birtist greinilega í hliðarspegli. (Valkostur).

Ford Transit Connect er fáanlegur með öryggisbúnaðinum Ford Active City Stop sem hjálpar til við að koma í veg fyrir eða draga úr líkum á árekstri á litlum hraða. Í framrúðu bílsins er skynjari sem skannar hindranir á svæði í um 7,6 metra fjarlægð frá ökutækinu.  Ef bíllinn skynjar hindrun bregst hann við með því að virkja bremsurnar og draga úr togi vélarinnar.

Ford Easy-Fuel tryggir að rétt eldsneyti fer á.  Það er einfaldlega þannig að rangur stútur passar ekki.


Staðalbúnaður í Ford Transit Trend Edition er sérlega ríkulegur með bakkmyndavél og bakkskynjara, Webasto olíumiðstöð með tímastilli, upphitanleg framsæti og upphitanlega framrúðu svo eitthvað sé nefnt.

Góður í endursölu

Ford Transit er einn besti sendibíllinn í endursölu enda þekktur fyrir gæði og lága bilanatíðni.

Sendibílalína Ford

Transit sendibílalína hefur löngum sannað sig enda mest seldu sendibílar Evrópu.  Sjáðu alla atvinnubíla Ford með því að smella hér.

Vefsýningarsalur Brimborgar

Skoðaðu Ford Transit Connect í vefsýningarsal Brimborgar, veldu bílinn sem þér hentar og sendu okkur fyrirspurn. Smelltu á rauða hnappinn "Hafðu samband" hér að ofan til hægri til að taka frá bíl eða fá nánari upplýsingar hjá söluráðgjafa, sem svarar um hæl.

Veldu traust umboð með einstöku vöru- og þjónustuframboði fyrir bíla- og tækjaflota. 

Kynntu þér Ford Transit Connect betur

Ford Transit Connect býður fyrsta flokks vinnuumhverfi