Ford Tourneo
- vandaður 9 manna fjölnotabíll

Tourneo/Kombi

8-9 manna

Sérpöntun
Eyðsla frá 2,0 l/100
CO₂ losun frá 38 g/km

Ford Transit Tourneo er 9 manna (ökumaður + 8 farþegar). Hann býður upp á mikið rými og góð þægindi í bland við stílhreina hönnun. Þess má geta að ekki þarf meirapróf til að aka Transit Tourneo.

Hagkvæm stærð

Ford Transit Tourneo er 4972 mm á lengd og 1984 á hæð. Við bjóðum einnig upp á annan 9 sæta Transit sem er lengri (5339/1977). 

Fyrsta flokks öryggi

Ford Transit Tourneo fékk fullt hús stiga í öryggis-og árekstraprófunum Euro NCAP.

Sveigjanlegt innanrými

Sæti er fyrir tvo við hlið ökumanns. Rennihurð er á hægri hlið bílsins sem gerir aðgengi sérstaklega þægilegt. Aftursætin eru mjög sveigjanleg en þau bjóða upp á 30 mismunandi stillingar.

Sparneytinn

Ford Transit Tourneo er í boði með 2,2 dísilvél sem er 125 hestöfl. Hún eyðir einungis frá 6,1 l/100 km.

Einungis er hægt að sérpanta Ford Tourneo og því verður því að senda fyrirspurn á söluráðgjafa til að fá verð og frekari upplýsingar. Sendið fyrirspurn með því að smella á rauða hnappinn "Hafðu samband" hér á síðunni.