Brimborg afhendir nýjan bílaflota

Brimborg afhenti nýverið fyrirtækjunum Expert ehf. og Servo ehf., nýjan bílaflota. Fyrirtækin völdu bæði heildstæða línu af bifreiðunum Ford Fiesta, Ford Connect, Ford Kuga og Ford Transit.

Framúrskarandi rekstrarhagkvæmni

„Expert þjónustar viðskiptavini sína um allt land af miklum metnaði, með viðhald og viðgerðum á um 12.000 tækjum sem eru í stöðugri notkun. Á meðal viðskiptavina Expert eru hótel og veitingastaðir, matvöruverslanir og sjávarútvegsfyrirtæki, svo einhverjir séu nefndir. Allir viðskiptavinir okkar gera kröfu um gott þjónustustig. Það er því afskaplega mikilvægt að rekstrarhagkvæmni bifreiðaflota okkar sé framúrskarandi.  Öll nálgun og þjónusta Harðar Guðjónssonar, söluráðgjafa Brimborgar gerði val okkar var auðvellt. Því völdum við samstarf við Ford á Íslandi, að sögn Péturs Inga Péturssonar hjá Expert ehf.“

Flotalausn Brimborgar

„Servo er þjónstuaðili fyrir heildverslanir. Sinnir meðal annars áfyllingum í hillur verslanna og sölustörfum fyrir heildverslanir til viðskiptavina á landsbyggðinni. Við þjónustum okkar viðskiptavini alla daga, árið um kring, um allt land. Það má ekkert klikka og því völdum við flotalausn frá Brimborg, að sögn Björgvins Vilhjálmsssonar, framkvæmdastjóra Servo ehf.

„Brimborg er umboðsaðili Ford á Íslandi. Hjá Brimborg erum við algjörlega sannfærð um að Ford á Íslandi eigi eftir að standa undir miklum kröfum fyrirtækjanna sem og  viðskiptavina þeirra", að sögn Hörður Guðjónsson hjá Brimborg.

Kynntu þér fjölbreytt úrval Ford bíla