Ford 100% rafmagn 2024

Ford tekur mikilvæg skref í átt að alrafmagnaðri framtíð í Evrópu, sem mun umbreyta fyrirtækinu og bjóða upp á sjö nýja, alrafmagnaða, fulltengda fólksbíla og sendibíla árið 2024.

Í lok árs 2024 mun Ford setja sjö nýja rafbíla á Evrópumarkað. Auk þess að rafvæða þekktar gerðir eins og Ford Puma og Transit Custom sendibíla og Tourneo 9 sæta en munu einnig koma glænýir bílar inn í Ford línuna.

Nýju Ford fólksbílarnir verða framleiddir í rafmagnsbílaverksmiðjunni í Köln Þýskalandi. Nýr 5 sæta meðalstór crossover rafbíll verður kynntur síðar á þessu ári en framleiðsla hefst árið 2023. Á eftir honum kemursportlegur crossover rafbíll framleiddur árið 2024.

Ford mun einnig bjóða upp á nýja Transit Custom í 100% rafdrifinni útgáfu frá 2023 og í kjölfarið kemur nýr 100% rafdrifinn Transit Courier árið 2024 .

Til að mæta mikilli framleiðslu nýju rafbílanna verður framleiðslan í Köln aukin í 1,2 milljónir bíla á sex ára tímabili. Þetta felur einnig í sér fjárfestingar í nýrri verksmiðju til uppsetninga á rafhlöðum sem áætlað er að opni árið 2024.

Auk þess verður mest seldi fólksbíll Ford í Evrópu, Ford Puma, fáanlegur í sem 100% rafbíll frá og með 2024. Hann verður framleiddur í Craiova í Rúmeníu.

Það er mikilvægt fyrir Ford að halda áfram á leið til 100% rafvæddrar framtíðar. Við verðum að mæta nýjum evrópskum þörfum með meiri nýsköpun og hollustu við viðskiptavini, en það snýst líka um að hlúa betur að plánetunni okkar. Við munum því draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við Parísarsamkomulagið.  Þessir nýju Ford rafbílar gefa merki um það að það er ekkert minna en heildar umbreyting á vörumerkinu okkar í Evrópu - ný kynslóð ökutækja með núll losun sem býður viðskiptavinum okkar jafnframt upp á framúrskarandi notendaupplifun, sagði Rowley forstjóri Ford Evrópu.