Ford á Bílasýningunni í Genf 6.2-19.2 2018

Það er nóg að gerast hjá Ford á Bílasýningunni í Genf

Ford frumsýnir Mustang Bullitt, nýjan Edge, Nýjan KA+  og uppfærða Tourneo línu.

Nýi Mustang Bullitt er gerður í tilefni 50 ára afmæli klassísku kvikmyndarinnar "Bullitt" frá 1968 og sem viðurkenning á þessum fræga bíl úr myndinni.  Þetta er í þriðja sinn sem þetta sérstaka Mustang Model er gert til heiðurs kvikmyndarinnar en í fyrsta sinn var það árið 2001 og aftur 2008 og höfðu báðar útgáfurnar sérlega öflugar vélar.  Til gamans má geta að 1 eintak af 2008 gerðinni kom hingað til lands.

Nýr Ford Edge er sá háþróaðasti hingað til frá Ford.  Þægilegur 238 hestafla lúxusbíll með fjölda tækninýjunga, skarpari línur og fágaða hönnun.

Nýr KA+ Active er með "mikið fyrir peninginn" að leiðarljósi, fimm dyra bíll með hærri sætistöðu, einstakri undirvagnsstillingu og háþróaðan staðalbúnað.

Nýja Tourneo línan er gerð fyrir fjölskyldur.  Fjölskyldur af öllum stærðum sem þurfa mismikið pláss. Efst í Tourneo fjölskyldunni er Tourneo Custom, sem hægt er að fá með sex, átta eða níu sætum.  Í útgáfunni með sex stökum sætum er hægt að stilla sætunum á móti hverju öðru sem er einstakt í þessum flokki.