Ford Bronco: Goðsagnakenndi jeppinn kemur til Evrópu árið 2023

Ford Bronco er Evrópubúum og þá sérstaklega Íslendingum mjög vel kunnugur enda var hann óhemjuvinsæll fyrir nokkrum áratugum og hans helstu aðdáendur hafa engu gleymt. Ný útgáfa af Ford Bronco hefur vakið gríðarlega mikla athygli um allan heim og nýverið færði Ford þær gleðifregnir að þessi stórglæsilegi jeppi sé væntanlegur í takmörkuðu upplagi á útvalda markaði í Evrópu árið 2023.

Hönnuðir nýja Ford Bronco sóttu innblástur í gamla útlitið frá árinu 1966 og héldu í dálítið hrátt yfirbragð og ævintýraandann sem vissulega liggur yfir jeppanum. Ford Bronco kom á markað í Ameríku árið 2020 við miklar vinsældir og brátt fá Evrópubúar loksins tækifæri á að upplifa goðsagnakennda jeppann í öllu sínu veldi.

Að sögn Matthias Tonn, yfirverkfræðings hjá Ford í Evrópu, er Ford Bronco öflugasti og fjölhæfasti bíll framleiðandans hingað til. Segir hann Ford Bronco vera frábæra blöndu upprunalegs erfðaefnis, ef svo má segja, og nýjustu tækni í þessari gerð jeppa. „Fjórhjóladrifið og ný tækni í Ford Bronco eins og til dæmis ‚Trail Control‘ og sjö akstursstillingar, skila sér fullkomlega í GOAT (Goes Over Any Type of Terrain) kerfinu,“ segir Matthias.

Ford Bronco er með sjö akstursstillingar:

  • Normal
  • Eco
  • Sport
  • Slippery
  • Mud / Ruts (GOAT)
  • Sand (GOAT)
  • Baja

 

Goðsögnin er endurfædd

Allt frá árinu 1966 þegar Ford Bronco kom fyrst fram á sjónarviðið hefur jeppinn verið táknmynd frelsis og ævintýra. Líkt og forðum daga er auðvelt fyrir notendur að breyta jeppanum eftir aðstæðum hverju sinni. Til dæmis er nokkuð auðveldlega hægt að fjarlægja hurðir og þak en auk þess verður mögulegt að taka of og skipta út hlutum eins og grillinu og framstuðaranum.
Það sem mörgum finnst hvað skemmtilegast við Ford Bronco eru litlu smáatriðin sem hönnuðirnir lögðu sig fram við að fela laumulega um allan bílinn og vísa í ríka arfleifð gamla Bronco. Til dæmis er hægt að finna í bílnum faldar myndir af vörumerkinu, flöskuopnara og falin GPS-hnit sem vísa á staði sem spila mikilvæg hlutverk í sköpun bílsins, en þetta er allt gert eigendum til skemmtunar.

Harður jafnt að utan sem að innan

Innréttingin í Ford Bronco er algjörlega í takti við öflugt útlit bílsins. Sætin eru vel vernduð gegn harkalegum aðstæðum með neoprene-efni en bæði þakbogar og festingar gera fólki auðvelt fyrir að flytja ýmis konar búnað eins og skíði, hjól eða farangursbox.

Eigendur nýs Ford Bronco geta aldeilis hlustað á tónlist sem hæfir ævintýrinu hverju sinni því Apple CarPlay og Android Auto eru staðalbúnaður í bílnum, að ógleymdum 10 B&O hátölurum og bassahátalara.

Ford Bronco er hannaður með það í huga að fólk hafi frelsi til að kanna náttúruna og upplifa ævintýri á ferðalaginu í bílnum. Að hægt sé að aðlaga bílinn að aðstæðum hverju sinni án þess þó að draga út þægindum eða frammistöðu.

Eins og fyrr segir þá kemur Ford Bronco á Evrópumarkað árið 2023 og vonandi verða næstu mánuðir fljótir að líða fyrir aðdáendur sem bíða spenntir. Við hjá Brimborg birtum að sjálfsögðu nánari upplýsingar þegar nær dregur.

Áhugasamir eru hvattir til að smella á netspjallið og heyra í ráðgjafa til að vera upplýstir um tímasetningar, verð og framboð þegar upplýsingarnar liggja fyrir.