Ford C-MAX er bestu kaupin í flokki notaðra bíla árið 2017

Ford C-MAX og Grand C-MAX voru núna á dögunum valdir sem bestu kaupin í flokki notaðra bíla árið 2017 í Danmörku. Þetta er árlegt val bílablaðamanna í Danmörku á bestu notuðu bílunum á markaðinum.

Við erum afskaplega ánægð með þennan titil. Þetta staðfestir hversu góðir bílar þetta eru.

Ford C-MAX og Grand C-MAX

Ford C-MAX er þekktur fyrir sveigjanleika og notendavæna tækni. Innra rými hans er hannað með þarfir fjölskyldunnar í huga þar sem sveigjanleiki og notendavæn tækni er í fyrirrúmi. Aðgengi um bílinn er sérlega gott því þú situr hærra og stígur því út úr bílnum en ekki upp úr honum.

Ford Grand C-MAX er rúmgóður fjölskyldubíll sem er fáanlegur 5 eða 7 manna. Hann er með rennihurð á báðum hliðum þannig að aðgengið er sérstaklega þægilegt, ekki síst fyrir börnin. Hann er náskyldur Ford C-MAX og deilir mörgum af hans eiginleikum.

Samdóma álit sérfræðinga

Við tókum saman nokkra dóma sérfræðinganna sem völdu bílinn:

„Ford C-MAX er mitt uppáhald í úrslitunum. Hann er áreiðanlegur og með öfluga vél í fallegum umbúðum. Ford C-MAX fær ökumanninn til að brosa þegar keyrt er á vegum úti. Það er góð uppskrift“, segir Ebbe Sommerlund bílablaðamaður Bilbasen Blog.

„Fyrir mér er Ford C-MAX allur pakkinn. Hann er skynsamur kostur því hann er sparneytinn og hagnýtur. Þegar slíkir eiginleikar koma saman með frábærum aksturseiginleikum, í bíl sem reyndar lítur kannski ekki út fyrir að búa yfir þessum frábærum aksturseiginleikum, þá ertu kominn með sigurvegara. Ford C-MAX er bæði praktískur í daglegu lífi en um leið sérlega skemmtilegur í akstri“ segir Niels Friis bílablaðamaður Ekstra blaðsins.

„Fullt hús stiga fyrir Ford C-MAX því bíllinn sameinar bæði stærð, gagnsemi og akstursánægju. Ford bílar eru þekktir fyrir að sportlega eiginleika, þægindi og frábæra aksturseiginleika. Þessi fær mitt atkvæði í úrslitunum um Notaða bíl ársins 2017“, segir Flemming Haslund bílablaðamaður Motor blaðsins.

"Ég valdi Ford C-MAX sem sigurvegara ársins í valinu á besta Notaða bíl ársins 2017. Það var örygg, framúrskarandi svörun og þægindi Ford C-MAX sem gerðu hann að sigurvegara. Á sama tíma er innra rýmið frábært og til viðbótar er það svo Grand C-MAX sem er sjö sæta. Verðið er gott og endursalan tryggð", sagði Christian Schacht bílablaðamaður Jyllands-Posten.

Kynntu þér sigurvegarana

 Kynntu þér Ford C-MAX

Kynntu þér Ford Grand C-MAX