Ford er vinsælasti atvinnubíllinn á fyrirtækjamarkaði (án bílaleiga) á Íslandi

Ford Transit er vinsælasti atvinnubíllinn á Íslandi.
Ford Transit er vinsælasti atvinnubíllinn á Íslandi.

Ford atvinnubílar eru gríðarlega vinsælir um allan heim og er Ísland engin undantekning. Fyrstu sjö mánuði þessa árs er Ford vinsælasti atvinnubíllinn á Íslandi með næstum 200 nýskráningar og 20% markaðshlutdeild.

Fjöldi seldra bíla

Ford atvinnubílar eru á hagstæðu verði með einstaklega lágan rekstrarkostnað og fást í miklu úrvali. Margar stærðir af Ford atvinnubílum eru í boði t.d. margar stærðir af sendibílum, vinnuflokkabílar, pallbílar, rútur allt að 18 manna og einnig hinir öflugu Ford F-350 pallbílar. Þessir bílar eru allir nema rúturnar fáanlegir sjálfskiptir og einnig er í boði gott úrval af fjórhjóladrifnum sendi- og pallbílum.

Uppitíminn skiptir máli

Brimborg leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu þar sem hraði, hagkvæmni og þægindi eru í fyrirrúmi svo tryggt sé að Ford atvinnubíllinn sé alltaf til þjónustu reiðubúin.

Ford atvinnubílarnir eru frábærir í endursölu enda þekktir fyrir gæði og lága bilanatíðni. Vélarnar eru aflmiklar og sérlega sparneytnar.

Öryggi

Öryggi Ford atvinnubíla er í fyrirrúmi og Transit Connect og Transit Custom sendibílarnir hafa m.a. hlotið fimm stjörnur af fimm mögulegum í árekstrar- og öryggisprófunum Euro NCAP sem þykir sérlega gott í þessum flokki. Ford Transit uppfyllir ströngustu öryggiskröfur bæði í Bandaríkjunum og Evrópu.

Spurðu næsta Transit eiganda hvernig honum líkar bíllinn því það eru yfirgnæfandi líkur á því að hann gefi honum frábæra dóma.

Kynntu þér Ford atvinnubíla