Ford Explorer Plug-in Hybrid er kominn.

Nýr og gjörbreyttur Ford Explorer Plug-in Hybrid er kominn.


Ford Explorer Plug-in Hybrid hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð í forsölu og eru allir bílarnir í fyrstu sendingunni sem kom um miðjan ágúst  uppseldir.  Það er þó enn hægt að tryggja sér bíl í næstu sendingu sem er væntanleg í september.  Hann kem­ur í tveim­ur út­gáf­um, Plat­in­um og ST-Line. Báðar eru þær hlaðnar ríku­leg­um staðal­búnaði.

7 sæta lúxus

Ford Explorer er 7 sæta lúxusjeppi sem sem hefur verið endurhannaður alveg frá grunni með nýju útliti og glæsilegum innréttingum.  Hann er hlaðinn lúxusbúnaði eins og bremsuaðstoð, hraðastilli með Stop & Go, umferðaskiltalesara og veglínuskynjara, árekstrarvara að framan sem nemur einnig gangandi og hjólandi vegfarendur og svo mætti lengi telja. 

Aflmikill og sparneytinn

Ford Explorer er búinn öflugri tvinnaflrás, hann er bæði rafknúin með 3,0 l EcoBoost V6 bensín vél og 13,1 kílóvattstunda rafhlöðu sem skilar samtals 457 hestöflum og um leið er hann ótrúlega sparneytinn og vistvænn. Vélin togar gríðarlega vel eða 840NM og er með 10 gíra sjálfskiptingu sem gerir aksturinn einstaklega skemmtilegan við hinar ýmsu aðstæður. 42 km drægni er á hreinu rafmagni sem dugar flestum í daglegum akstri en síðan tekur við sparneytin bensín vélin í lengri ferðum, þú þarft því ekki að stoppa til að hlaða.

Helstu mál og stærðir

Ford Explorer er 5 metra langur og 2 metra breiður og næstum 2 metrar á hæð, lúxusrými er fyrir 7 í þremur sætaröðum og því er nóg pláss fyrir alla.  Innra rýmið býður upp á 123 lítra geymslupláss um allan bílinn sem gefur öllum farþegum gott pláss fyrir sig og sína hluti.  Þar með eru taldir 12 glasahaldarar.  Hann hefur allt það pláss sem þú þarft.  Hægt er að fella sætin niður og þá er komið 2.274 lítra farangursrými.
Explor­er hent­ar ein­stak­lega vel í lengri ferðir á fjöll, veiði, skíði eða í önn­ur æv­in­týri enda með góða 20 sentí­metra  veg­hæð og drátt­ar­getu upp á 2.500 kg.

Snjallækni

Í honum er 10,1 tommu snertiskjár, nýjasta útgáfa af SYNC 3, með FordPass Connect tengingu sem samskiptakerfi við bílinn, Bang & Olufsen hljóðkerfi og 12 hátalarar, þannig þú nýtur ferðarinnar eins vel og þess að komast á leiðarenda.

Í klassa fyrir þig. 

Nýi Ford Explorer er byggður fyrir styrk, þægindi og skilvirkni. Sérhvert smáatriði er úthugsað til að tryggja lúxustilfinningu, hvort sem þú ekur um í borginni eða í meira krefjandi landslagi. Þetta er framúrskarandi tengiltvinn jeppi sem hjálpar þér að kanna heiminn auðveldar en nokkru sinni fyrr.

Fyrsta sending er uppseld en ennþá er hægt að tryggja sér bíl í næstu sendingu sem er væntanleg í september.

Brimborg býður nú alla nýja Ford bíla með 5 ára ábyrgð.

Skoða Ford Explorer í Vefsýningarsal

Senda fyrirspurn beint á söluráðgjafa

 Allt um Ford Explorer Plug-in Hybrid

Explorer

Explorer

Explorer

Explorer