Ford Fiesta bestur í sínum flokki

Ford Fiesta er bestur
Ford Fiesta er bestur

Nýr Ford Fiesta var valinn besti smábíllinn af bílablaðamönnum Top Gear. Þeir sögðu að þarna væri einn mikilvægasti bíll ársins 2017 að laumast undir radarinn. Ford selur meira en 100.000 eintök á ári af Fiesta. Fiesta var í þessum samanburði hjá Top Gear prófuð með Citroën C3, Nissan Micra, Seat Ibiza og Opel Corsa, allir eru þeir sjálfskiptir með þriggja sílindra túrbó vél.

Lestu meira hér 

Nýr Ford Fiesta er frábær


Hinn nýi Ford Fiesta er byggður á forvera sínum af þeirri einföldu ástæðu að hann var frábær í akstri, á frábæru verði og forsvarsmenn Ford töldu það gáfulegra að fínpússa það sem fyrir var frábært, heldur en að byrja frá grunni. Gæðin eru enn meiri í nýjum Fiesta og verðið er ennþá frábært. Staðalbúnaðurinn er enn ríkulegri en í fyrirrennaranum og sérstaklega öryggisbúnaðurinn, þar má þar nefna veglínuskynjara og árekstrarvara. 
Glæsilegt handverk, einstakt val á efnum og mjúk lýsing tekur á móti þér í nýjum Ford Fiesta.
Þú færð mikið fyrir peninginn í nýjum Ford Fiesta.

 Nýr Ford Fiesta verður frumsýndur í lok mánaðarins. Fylgstu með!