Ford Fiesta og Ford Fiesta ST Bestu bílar ársins

Stærsta og virtasta bílablað Danmerkur Bil Magasinet hefur gert upp árið og valið bestu bíla ársins 2018.

Ford Fiesta og Ford Fiesta ST báru sigur úr bítum sem Besti GTI bíllinn og Besti smábíllinn en það er annað árið í röð sem hann vinnur þann titil hjá Bil Magasinet. 

Þeir segja meðal annars " það er liðið eitt ár og enn stendur Ford Fiesta sem sigurvegari í flokki smábíla.  Það skýrir sig helst með nettum og líflegum undirvagni, nýrri 3-strokka turbobensínvél, eðal gírkassa og tækjabúnaði sem gerir aksturseiginleikana frábæraog fær Fiesta til að líkjast uppáhalds GTI bílnum okkar."

Fjör. Það er það sem þú upplifir þegar þú keyrir Fiesta. Hann er lipur og aukin krafturinn gerir aksturinn enn ánægjulegri. Það er fjör að ferðast á milli staða í Fiesta. Einkenni Ford Fiesta eru ríkulegur staðalbúnaður, fimm stjörnu öryggi, hagstætt verð og lágur rekstrarkostnaður. Hann höfðar jafnt til þeirra sem kunna að meta framúrskarandi akstursánægju og þeirra sem velja sparneytni og öryggi.