Ford Focus Bíll ársins í Danmörku 2019

Ford Focus vann öruggan sigur sem Bíll ársins í Danmörku 2019. 
Það var samband danskra bílablaðamanna sem stóð að valinu.
 

Ford Focus fékk 187 stig og vann því öruggan sigur og var með 55 fleiri stig en annað sætið.  Ford Focus er sérstaklega lofsamaður fyrir aksturseiginleika, hann er bíll fyrir þá sem hafa gaman af því að keyra en það er nokkuð sem Focus hefur verið þekktur fyrir í gengum tíðina.

Ford Focus skoraði einnig hátt varðandi öryggi enda er gríðarlega vel búinn er það varðar, vélatækni fékk einnig mikið lof enda eru vélarnar sérlega sparneytnar en skemmtilega öflugar. Verðið er einnig mjög hagstætt sérstaklega þegar tekið er tillit til ríkulegs búnaðar.

Þetta er í áttunda sinn sem Ford vinnur þessi verðlaun í Danmörku.  Til gamans má geta að það var Ford Capri sem vann þau þegar þau voru veitt í fyrsta sinn árið 1969 og fyrir nákvæmlega 20 árum síðan árið 1999 vann Ford Focus bíllinn þegar hann var fyrst kynntur á markað verðlaunin Bíll ársins í Danmörku.

Ford Focus hefur alla tíð frá 1998 verið þekktur fyrir að gefa viðskiptavinum sínum hagkvæman fjölskyldubíl þar sem þægindi og akstursánægja ná hærra stigi en aðrir bílar í sama flokki.

Spurt út í ástæðu þess að Focus hafi unnið var svarið þetta: "Það er enginn vafi að það er akstursánægjan.  Og að fólk fær bíl sem gefur þeim bros á vör þegar það sest undir stýrið.  Hann er á sama tíma orðinn plássbetri og fullt af nýjum eigineikum í bílnum, og síðast en ekki síst mikilvægir öryggisþættir sem eru staðalbúnaður eins og til dæmis sjálfvirk neyðarhemlun, veglínuskynjari og umferðaskiltalesari.  Þetta gefur Ford Focus margar stjörnur.  Það er að auki pláss fyrir alla fjölskylduna og gott hleðslupláss.  Í Focus er allt það besta sem er á markaðnum núna"

Alveg nýr Ford Focus er allra glæsilegasti Ford Focus bíllinn til þessa og hefur fengið frábæra dóma út um allan heim

Nýr Ford Focus markar nýja tíma  hvað varðar tækni, þægindi, pláss og akstursupplifun í flokki fólksbíla.

Ford Focus er til frá 3.190.000 kr 

Hönnun með tilgangi

Alveg nýr Ford Focus hefur sportlegt ytra útlit, sérlega rúmgóður að innan og vel búinn. Sérhver þáttur er hannaður til að gera akstursupplifun þína enn ánægjulegri.

Hannaður með þig og þína í huga.  Flottur stíll og fyrsta flokks gæði haldast í hendur við gott skipulag því öll stjórntæki eru í seilingarfjarlægð. Hönnuðir Ford hafa séð til þess að hvert smáatriði er úthugsað.

Minni eldsneytisnotkun og minni CO2 losun

Vélatækni gegnir lykilhlutverki í Focus. Hún hjálpar við að draga úr rekstrarkostnaði og losun en skilar á sama tíma krafti og góðum afköstum. Allar vélarnar búa yfir Auto-Start-Stop búnaði og standast einnig kröfur Euro 6 losunarstaðlanna.