Ford Mustang Mach E

Ford var að kynna til leiks nýjan hreinan rafmagnsbíl, Ford Mustang Mach-E. Einstaklega glæsilegur og vel búinn bíll.
Hann verður kynntur í Evrópu sumarið 2020 og er forsala á Íslandi áætluð haustið 2020.

Mustang Mach-E verður fáanlegur bæði afturhjóla- og fjórhjóladrifinn. Drægnin er allt að 600 km skv. WLTP (World Harmonised Light Vehicle Test).
Hann verður einnig fáanlegur í Mustang Mach-E GT útfærslu sem verður sannkallað tryllitæki því hröðun frá 0-100 km verður undir 5 sekúndum og aksturseiginleikar verða frábærir til samræmis við þetta góða upptak.

Bíllinn verður hlaðinn frábærri tækni og má þar nefna SYNC4 sem kemur með 15,5“ snertiskjá ásamt þráðlausri hleðslu, Appel CarPlay og Android Auto.
Hleðslutíminn verður stuttur, þegar bíllinn er hlaðinn á hleðslustöð þá getur hleðslan náð allt að 80% á aðeins 38 mínútum.

Það eru spennandi tímar framundan hjá Ford. Skráðu þig á póstlista og fáðu allar upplýsingar um Ford Mustang Mach E. https://bit.ly/2NYVVfR