Ford brunar inn í rafmagnaða framtíð og leggur alla áherslu á 100% rafmagnsbíla

Ford í Evrópu tilkynnti formlega í júní 2022 að næsta kynslóð rafbíla þeirra verði framleidd í verksmiðju framleiðandans í Valencia á Spáni. Ford er með gríðarlega metnaðarfulla stefnu í rafbílavæðingu og það verður spennandi að sjá næstu kynslóð rafbíla sem nú eru á teikniborðinu renna af færibandinu í Valencia á næstu árum.

 

Einnig tilkynnti Ford að rafbílar verði framleiddir í rafbílasetri þeirra í Köln í Þýskalandi eins og áður hafði verið lofað, en þar hefst framleiðsla árið 2023. Spennandi verður að sjá til dæmis rafbílaútgáfu af Ford Puma og atvinnubílunum sem mikil áhersla er lögð á fyrir Evrópumarkaðinn.

 

 

Allt er þetta samkvæmt áætlunum Ford um að framleiða eingöngu rafbíla og kolefnisjafna alla starfsemi sína í Evrópu, jafnt framleiðslu, flutning og starfsemi birgja. Ford stefnir á að selja 600.000 rafbíla í Evrópu þar sem rafbílamarkaðurinn er á hraðri uppleið.

 

Stóla má á að rafbílar verði allsráðandi í Evrópu, ekki bara vegna fyrirætlana Ford, heldur einnig vegna þess að Evrópuþingið samþykkti fyrir fáeinum vikum frumvarp þess efnis um að árið 2035 verði allir seldir nýir bílar að vera útblástursfríir.

 

 

Mikil eftirvænting er eftir næstu kynslóð rafbíla frá Ford og segja má að tilkynning framleiðandans um nýjar verksmiðjur og minnkun kolefnisfótsporsins auki hana umtalsvert, enda er framtíðin rétt handan við hornið!