Ford Ranger og Ford Transit Custom hlutu alþjóðlegu IVOTY og IPUA verðlaunin

Ford Pro atvinnubílar hafa unnið sér tvöfaldan heiður með því að hljóta verðlaun fyrir alþjóðlega sendibíl ársins (IVOTY) og alþjóðlegu pallbílaverðlaunin (IPUA) fyrir glænýja Ford Transit Custom sendibílinn og nýja Ford Ranger pallbílinn.

Ford Pro hefur nú unnið IVOTY og IPUA verðlaunin á sama ári í þriðja sinn – oftar en nokkur annar framleiðandi – eftir tvöfalda sigra árin 2013 og 2020.

Verðlaunin voru veitt við sérstaka athöfn á Solutrans atvinnubílasýningunni í Lyon, Frakklandi, og þau staðfesta enn frekar frábæra stöðu Ford Pro sem leiðandi á evrópska atvinnubílamarkaðinum.

Við móttöku verðlaunanna fyrir hönd Ford Pro sagði Tim Slatter, varaforseti Product Programs hjá Ford: „Þetta er mikill heiður fyrir Ford teymið okkar um allan heim sem leitast við að afhenda gæðavörur til viðskiptavina okkar. Við erum ánægð með að dómnefndin hafi viðurkennt gríðarlega styrkleika nýjustu atvinnubílanna okkar sem eru smíðaðir með það að markmiði að styðja við viðskiptaþarfir fólks í öllum starfsgreinum.“

Transit Custom hlýtur IVOTY titilinn

Sérfræðidómnefnd skipuð 25 atvinnubílablaðamönnum kaus nýjan Transit Custom frá Ford Pro sem sigurvegara IVOTY 2024. Nýja kynslóðin af Ford Pro, sem kom á markað um alla Evrópu fyrr á þessu ári, býður upp á breitt úrval af útfærslum og kynnir einstaka, stafræna og viðskiptavinamiðaða eiginleika eins og 5G netbeini fyrir ofurhraða tengingu, afhendingaraðstoð sem getur sparað meira en 20 sekúndur í hverju stoppi, Alexa Innbyggt frá verksmiðjunni, hallandi stýri og fjölhæfa MultiCab yfirbyggingu.

Hans Schep, framkvæmdastjóri Ford Pro Europe, sagði: „Við erum mjög stolt af því að IVOTY dómnefndin hafi veitt hinum nýja Transit Custom þessi virtu verðlaun. Sem leiðandi eins tonna sendibíla fyrir evrópska viðskiptavini hefur hinn nýi Transit Custom verið hannaður og smíðaður til að mæta víðtækum þörfum þeirra. Ásamt margverðlaunuðu dísilútfærslunni munu viðskiptavinir brátt einnig hafa val um rafmagnsútfærslu og tengiltvinnútfærslu. Sérhver útfærsla er stútfull af nýsköpun og ofurhröðum tengingum við hleðslu- og hugbúnaðarvistkerfi Ford Pro til að hjálpa fyrirtækjum viðskiptavina okkar að dafna.

Ranger fær eftirsótt pallbílaverðlaun

Eftir erfiðar prófanir innan og utan vega af hálfu IPUA dómnefndarinnar í Grikklandi fyrr á þessu ári, hefur Ford Ranger nælt sér í IPUA verðlaunin í þriðja sinn og sett við það nýtt met.

Ranger má segja að sé alþjóðlegasta vara Ford, þróuð af hönnuðum og verkfræðingum í áströlsku verkfræðimiðstöð Ford, byggð í sex Ford verksmiðjum í fjórum heimsálfum og elskuð af viðskiptavinum í gjörvallri Evrópu. Ranger hefur verið söluhæsti pallbíllinn í álfunni síðastliðin átta ár og státar af næstum helmingi allrar pallbílasölu í Evrópu.

Geta pallbílsins í torfærum og fáguð frammistaða á vegum, auk góðra tengingarmöguleika og tæknigetu, gerir hann vinsælan hjá atvinnurekendum og einstaklingum. Ford Pro tilkynnti nýlega um Ranger PHEV - fyrsta tengiltvinnpallbílinn í Evrópu - sem sameinar rafknúna akstursgetu og fjölhæfni Ranger sem atvinnutækis.

Jarlath Sweeney, formaður dómnefndar International Pick-up Award, sagði: „Ford hefur nú skorað þrennu í því að tryggja sér þrjú alþjóðleg pallbílaverðlaun með Ranger, sínum mest selda bíl. Í sjöundu úthlutun IPUA bætist sjötta kynslóð Ranger við titlana sem bíllinn vann 2013 og 2020. Við óskum þróunarteymi Ford á heimsvísu til hamingju með að hafa búið til þetta einstaka farartæki.“